Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 45
UMSKIPTI K YNÞfí0SKASKEIÐSINS
53
hafa verið miklar, en breytingar á
sálarlífinu hafa ekki verið minni.
Þetta tímabil krefst geysilegrar að-
lögunarhæfni. Hinar ungu verur
búa yfir tvenns konar ólíkum þrám,
sem toga þær sitt í hvora áttina.
Bæði stúlkur og drengir vilja halda
forréttindum bernskunnar og jafn-
framt krefjast forréttinda þroska-
áranna, hinna fullorðnu. Tilfinn-
ingalega séð má að minnsta kosti
telja, að tvær verur búi í sama lík-
amanum, og þær berjast báðar um
yfirráðin.
Heimur hins vaknandi
karlmanns.
Það skapast togstreita, líkt og á
milli dr. Jekyll og Mr. Hydes.. Oft
nær hinn óaðlaðandi Mr. Hyde yfir-
höndinni. Drengurinn, sem eitt sinn
var vingjarnlegur og þægur, gerist
drambsamur spjátrungur. Það er
ekki af þvi, að hann óski eftir að
verða óviðfelldinn, heldur er hin
efnafræðilega breyting innra með
honum svo sterk, að hann getur
ekki staðið á móti áhrifum hennar.
Hann er í uppreisn við allt, sem
nefnist vald. Kennarar verða ó-
sanngjarnir harðstjórar, sem ber að
sýna fyrirlitningu. Það á að leika á
lögregluna, ef mögulegt er. Foreldr-
arnir, sem eitt sinn voru dáðir,
verða vart þolanlegir heimskingjar.
Nú gerir pilturinn ótal heimsku-
pör, þegar hann fær tæki hinna
fullorðnu í hendurnar, en hefur
ekkert sér til ieiðbeiningar annað
en viðbrögð bernskunnar. Hann er
oft hættulegur við stjóm hvers
kyns farartækja. Hann stingur sér
í sundlaugar og ár úr ógnvænlegri
hæð. Hann byrjar á kynferðislegum
tilraunum.
Þessi eðlilega uppreisn, sem á
sér stað, er barnið flyzt úr sínum
heimi inn í heim hinna fullorðnu,
tekur oft á sig furðulegar myndir.
Pilturinn veit, að foreldrarnir hafa
ógeð á iíkamlegum sóðaskap, og
því kann pilturinn að leitast við
að vera eins óhreinn og möguiegt
er. Hann er gagntekinn af sjálfum
sér. Hann eyðir kannske mörgum
timum í einu við spegilinn og virð-
ir fyrir sér sérhvern smágalla. Smá-
bóla á andiiti hans hefur meiri þýð-
ingu en atómsprengja. Hann tjáir
uppreisn sína með fárániegum bún-
ingi, klippingu og hegðun, sem
foreldrum finnst algerlega óskiljan-
leg.
Þegar óigan í áhyggjufullum
huga hans verður of mikil', hallar
hann sér að hinum deyfandi áhrif-
um sjónvarps og útvarps, en tekur
í raun og veru mjög lítið eftir því,
sem hann sér þar eða heyrir. For-
eldrar og kennarar kvarta yfir því,
að piltar séu á þessu tímabili eftir-
tektariausir og latir, lítt færir um
að beita andlegri orku sinni rétti-
Jega. Allir fullorðnir kannast við,