Úrval - 01.08.1962, Síða 70
78
U R V A L
rangt að farið og vafasamt. •—
„Æi nei, Nonni minn, ]ni veizt
þaS er ekki alveg rétt meS farið
hjá þér svona,“ sagt hljóðlega
svo lítið ber á, og talinu síðan
vikið að öðru á eðlilegan og ó-
þvingaðan hátt; síðar e. t. v.
tekinn upp þráðurinn að nýju
þar sem áður var frá liorfið, iát-
ið sem ekki hafi á það mál verið
minnzt áður og hið rétta dregið
fram og rætt. Sé farið svona að
kemur það ekki aðeins i veg fyr-
ir beiskju og ásakanir sjúkiings-
ins; heldur mun það einnig gera
honum auðveldara að átta sig á
raunveruleikanum á ný.
Það er engin góðsemi, — trúið
mér til, — að taka undir eða
fallast á hugaróra sjúklingsins,
svona til að halda „frið og ró“ á
heimilinu. Að gera slíkt eru hin
verstu svik, og ekkert annað.
Eitt orð til varnaðar, samt sem
áður. Ættingjum hættir oft til
þess, einkanlega eftir langvar-
andi umgengni við ruglaðan
mann, að líta svo á, að allt sem
hann fer með, sé rugl eitt. Þetta
er ekki rétt, og slíkt mun valda
sjúklingnum mikilli gremju.
Móðir ungs manns, sem hafði
verið haldinn alvarlegri geð-
truflun og ofskynjunum, sagði
inér frá eftirfarandi: Eitt sinn
siðla kvölds hrökk ungi maður-
inn upp af svefni, skelfingu lost-
inn —- hann heyrði óm af tónum.
Móðir hans gekk inn i herberg-
ið til hans. „Hlustum þá bæði,“
sagði hún aðéins.
Reynið að gera ykkur i hug-
arlund hve henni létti, þegar
einnig hún greindi þessa tóna.
Þetta var klukknahijómur frá
miðnæturhringingu í einhverri
kirkju í fjarska.. Daginn eftir
þráspurði þessi ungi maður móð-
ur sína, hvort hún virkilega
hefði heyrt þessa tóna; eða var
hún aðeins að segja þetta til að
létta af honum fargi?
Hún fullvissaði hann aftur og
aftur um að hún hefði einnig
heyrt þennan hljóm, og um
kvöldið hlustuðu þau aftur sam-
an á klukknahringinguna. Þessi
kona leit svo á, að fyrir vikið
hafi henni veitzt auðveldara að
styjðja son sinn og styrkja, þegar
ímyndanir raunverulega sóttu á
hann, vegna þess að nú vissi
hann ekki aðeins að hún skrökv-
aði ekki að honum, heldur einn-
ig að hún trúöi honum, þegar
iiann fór meö rétt mál.
Stundum eru hugarórar þess-
ara sjúklinga annars eðlis og
geta valdið miklum sársauka,
t. d. þegar sjúklingur bítur sig
fastan í bugarburð eins og þann
að konan sé honum ótrú. Óþarft
ætti að vera aö reyna að lýsa
tilfinningum eiginkonu, sem býr
við siíkt. Það bezta, sem hún
getur gert, er að halda stöðugt