Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 36
44
Ú R V A L
og tæki engan fram yfir hann.
„En þetta?“ Hann snerti form-
lausa umbúðahrúguna.
„Ég set þetta ekki fyrir mig,“
svaraði hún. „Elskan mín, hárið á
þér er að verða grátt.“
í San Diego hófst lagfæringin á
andiiti Haralds fyrir alvöru. Öll sú
áætiun var flókin. Fyrst og fremst
var að nota eins og hægt var það,
sem eftir var af likamsvefjum og
beinum andlitsins, og í öðru lagi
lá fyrir að græða til viðbótar hluta
annars staðar af líkamanum, í
þriðja lagi að smíða úr plasti og
málmi efi'i kjáikann og framhluta
höfuðkúpunnar, en bein þessi er
ekki hægt að endurnýja með á-
græðsiu, í fjórða lagi að móta þetta,
hnoða og teygja, gera úr þvi sem
hagkvæmast og eðiilegast andlit.
Skurðaðgerðirnar komu hver A
eítir annarri með mánaðarmillibili,
sárar og óhugnanlegar. Undir eins
og sárin voru gróin eftir þá síð-
ustu lagðist Haraldur aftur á
skurðborðið. Eftir fimmtán slíkar
aðgerðir var hann orðinn svo van-
ur svæfingarlyfjunum, sem hann
andaði að sér, að læknarnir gripu
til þess að gefa honum svæfingar-
lyfin í æð. Við sumar aðgerðirnar
mátti ekki svæfa sjúklinginn, þar
sem hann varð að segja læknun-
um til um tilkenningu sína og
stjórna hreyfingum andlitsvöðv-
anna.
Haraldur umbar þetta allt með
þolinmæði, þar sem hann varð
greinilega var við árangur. En
hann þjáðist mikið. Verst var þeg-
ar læknarnir gerðu við tunguna í
honum og munnholdið. Þá varð
hann að vera glaðvakandi.
Það átakanlegasta fyrir Harald
var, þegar kvalafuli aðgerð reynd-
ist unnin fyrir gíg. í fyrsta skipt-
ið, sem læknarnir komu fyrir
brjóski þar sem nefið hafði verið,
vildi brjóskið ekki gróa við og
varð að fjarlægast. Aftur var
reynt, en það fór á sömu leið. Eftir
þriðju tilraunina vaknaði Haraldur
eina nóttina við sáran sting nálægt
vinstra auganu. Þegar honum varð
ljóst, að aðgerðin hafði mistekizt
í þriðja sinn og nærri blindað
hann, setti að honum hugarvíl. Til
hvers er að halda þessu áfram?
spurði hann sjálfan sig örvinglað-
ur. Hvers vegna öll þessi fyrir-
höfn og pyndingar til að reyna að
endurheimta það, sem er glatað
fyrir fullt og alit? Og hann tók
að hugleiða að svipta sjálfan sig
lífinu, — hugsaði sem svo, að ein-
faldast væri, að hann skryppi nið-
ur að sjónum og léti hann geyma
sig, það yrði skárst fyrir alla.
Hann segir sjálfur svo frá: „Ekki
veit ég, hvers vegna þessar sjálfs-
morðshugleiðingar náðu ekki al-
veg tökum á mér. En ég held, að
ástæðan sé sú, að ég er kristinn,
og mér hefur verið kennt, að illa
fari fyrir þeim, sem sviptir sig