Úrval - 01.08.1962, Síða 38
40
Og nú var komið að Haraldi og
konu hans að ákveða, hvort ætti
að halda áfram með læknisaðgerð-
irnar — eða hann færi heim.
Hann hafði tekið miklum fram-
förum á þessum 29 mánuðum frá
því hann lá ósjálfbjarga eftir
sprengjubrotið. Hann var ekki
lengur andlitslaus. Hann hafði and-
lit, þótt það væri að verulegu
leyti gerviandlit og lítið væri eftir
af bragð- og lyktskynjuninni. Har-
aldur taldi, að hann mundi geta
sætt sig við þetta andlit innan um
samborgara sína. En hafi hann
verið í einhverjum vafa um þetta,
vissi kona hans betur. Hún sá úr
augum hans skina djörfung og
staðfestu, sem mundi iyfta honum
yfir allar torfærur.
„Ég hefði svo sem getað verið
endalaust undir verndarvæng
læknanna og látið þá gera úr mér
velútlítandi lík“, segir hann. „En
við Burnette ákváðum, að nú
skyldi ég koma heim.“
Þau fóru heim til Aurora í júlí
1947, og Haraldur var fljótlega
kominn í starfshópinn í Barber-
Greene, og honum féll vel að
vinna þarna innan um kunningja
sína. Hann fann reyndar, að hon-
um var ýmis vandi á höndum
varðandi samfélagið, honum
mundi alltaf þykja óþægilegt að
standa andspænis ókunnugum, og
því sniðgekk hann opinbera staði
og veitingahús. En þau hjónin héldu
ÚRVAL
við sambandinu við kunningja sína
og vini.
Sálarheill manna eins og Harald-
ar er að miklu leyti komin undir
afstöðu samborgaranna til þeirra.
Fötluðum mönnum er að sjálf-
sögðu veitt athygli eins og öðrum
manneskjum. Mergurinn málsins
er ekki sá, hvort horft sé á þá eða
ekki, heldur hvernig horft er á þá.
Vinir Haralds ollu honum ekki
neinu hugarangri. Starfsmennirnir
í Barber-Greene eru um þrettán
þúsund, og allir eru þeir honum
vinsamlegir. Hann reiðist ekki þó
horft sé á hann forvitnilegu augna
ráði, enda þótt hann kunni illa við
það. Og meðaumkunarsvip kann
hann ekki að meta.
„Fjandakornið að ég viti, hvort
er brjóstumkennanlegra — þetta
fólk eða ég sjálfur“, segir hann.
„Það er eins og sumir taki þetta
nær sér en ég sjálfur.“
Um það leyti sem þriðja barnið
þeirra, Joan May, fæddist 10.
maí 1950, var fjölskyldan búin að
ná fyrri gleði sinni. Þau áttu ind-
ælt heimili, og nú var Haraldur
orðinn birgðavörður hjá fyrirtæk-
inu og naut virðingar í því starfi.
Börnin voru foreldrum sínum til
mikils yndis. Árið 1953 byrjaði
Patrisia að ganga í skólann. Hún
var indælt bam með kastaníubrúnt
hár. Joan var byrjuð að ganga og
tala. Davíð, sem er dökkhærður
og 'orúneygður, var kominn í