Úrval - 01.08.1962, Side 167
FUNDIN ÞJÓÐHILDARKIRKJA
175
fjarðar og ísafjarðar.3 4) Lars Motz-
feldt hefur að sjálfsögðu getað
frætt mig um margt varðandi stað-
hætti í Brattahlíð og minjar um
hina fornu byggð þar. Einkum
varð okkur skrafdrjúgt um þessi
efni á kvöldsiglingu um innanverð-
an Eiríksfjörð 16. ágúst í sumar
leið. Við sigldum inn undir Kord-
lortok, sáum inn í Botn til Gamla
og Grímu og sveigðum því næst
suður til Stokkaness. Þá kom
Motzfeldt mér á óvart, er hann
benti á grænan blett sunnan fjarð-
ar og sagði: „Þarna bjuggu Bjarni
og Skúfur“ — og átti þar við sam-
býlismennina á Stokkanesi, sem
frá segir í Fóstbræðra sögu. Þegar
ég spurði, hvaðan hann hefði þenn-
an fróðleik, sagðist Motzfeldt hafa
lesið þetta í útdrtetti úr Eiríks
sögu rauða og Fóstbræðra sögu,
sem Knud og Vilhelmine Rasmus-
sen sneru á grænlensku og gáfu
út í snoturri, myndum prýddri bók
árið 1911.“) Motzfeldt sagði mér
frá því, að Grænlendingar fyndu
stundum ýmsar fornleifar í hin-
um gömlu rústum og í grennd við
þær. Meðal annars hefðu þeir
3) Sjá uppdrátt C. L. Vebæks í
þriðja víkingafundi, fylgiriti Ár-
bókar Hins íslenzka fornleifafélags
1958, 111. bls.
4) Titill bókarinnar: kavdlunatsiait
kalatdlit nunaliarkarnermingnik
okalugtualiaisa ilait.
fundið viðarbút með útskurði og
ýmsa smáhluti. Þegar ég innti
hann eftir því, hvað orðið hefði
um þessa gripi, sagði hann, að
sumir hefðu lent í glatkistunni, en
aðrir héfðu verið sendir til þjóð-
minjasafnsins í Kaupmannahöfn.
Af þessu tilefni ræddum við Motz-
feldt margt um nauðsyn þess að
geyma slíka hluti sem vendilegast,
og virtist mér hann hafa góðan
skilning á því. Enn fremur gat
Motzfeldt þess, að þeir Bratthlíð-
ingar hefðu fundið á afréttarlönd-
um sínum rústir, sem hann taldi
hvergi skráðar og fornleifafræð-
ingum mundi ókunnugt um. Sagði
hann, að veggir sumra þessara
rústa væru seilingarháir frá jörðu.
Eina forna bæjarrúst kvað Motz-
feldt hafa farið forgörðum, er
Bandan'kjamenn gerðu Stokkanes-
flugvöll (Narssarssuak) á styrjald-
arárunum. Þar mun hann hafa átt
við rústir bæjarins í Akuliarusek
við „Stokkanesá" (rúst 45 í Eystri-
byggð).5)
Á siglingu okkar um Eiríksfjörð
gat okkur Motzfeldt að sjálfsögðu
ekki órað fyrir því, að fáum dög-
um síðar ætti fyrir honum að
liggja að bjarga frá vísri eyðingu
einhverjum sögulegustu minjum,
sem fundizt hafa á Grænlandi. Frá
því happaverki sínu skýrði Motz-
5) Sjá Meddelelser om Grönland
XVI, 320.