Úrval - 01.08.1962, Page 176
184
ÚRVAL
En einræðisstjórinn i Talbot-
höfn barðist með kjafti og klóm
gegn öllum breytingum. Hann gaf
meðal annars út auglýsingar, sem
hann undirritaði „Thomas Tal-
bot, faðir Talbot-landnámsins“,
og þar varaði hann landseta sína
við að stofna til vandræða.
Árið 1837 var landnámssvæðið
dæmt af Talbot og í hendur rik-
inu, en hann fékk að halda hinu
stóra svæði umhverfis Talbot-
höfn, sem síðar gekk til frænda
hans eins, Richard Airey ofursta.
Talbot fór i siðustu heimsókn
sína til írlands 1848 og hafði
tveggja mánaða viðdvöl í Mala-
hide-kastalanum hjá bróður sin-
um. Rétt fyrir dauða sinn gerði
hann tilraun til að fá landsvæð-
ið umhverfis Erie-vátn kennt við
sig og nefnt Talbot-hérað, en
honum heppnaðist ekki að fá þvi
framgengt. Hann andaðist 5.
febrúar 1853, og hafði þá þrjú
ár yfir áttrætt.
Hvað varð um flugmennina?
STUNDUM gerast atvik, sem eru jafn óskýranleg og þau eru
vel staðfest. Eitt þeirra er eftirfarandi: 24. júli 1924 voru tveir
brezkir flugmenn í flugvél sinni yfir eyðimörk i Irak. Þá voru
Arabarnir á því svæði mjög mótsnúnir Englendingum. Flugmenn-
irnir voru á venjulegu könnunarflugi, en af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum lentu þeir i eyðimörkinni. Samkvæmt frásögn
skoðunarmanna var ekkert sérstakt að flugvélinni. Það var hvergi
unnt að sjá merki þess, að hún hefði orðið fyrir árás. Og benzín-
tankurinn var hálfur. En hvað varð um flugmennina? Slóðir
þeirra lágu hlið við hlið frá flugvélinni svo sem 40—50 m vega-
lengd, auðgreinanlegar í sandinum. En þá hurfu þær skyndilega,
eins og mennirnir hefðu verið upp numdir. Hvergi sáust merki
um bardaga. Leitarmenn könnuðu alla eyðimörkina rækilega
á svæði, sem lá 100 mílur út frá lendingarstað vélarinnar I allar
áttir. Há verðlaun voru boðin fyrir að finna mennina eða gefa
upplýsingar um þá. Sveitir frá ættbálkunum leituðu í hverju
þorpi og hverri vin. Fram á þennan dag er engin vitneskja til
um það hvers vegna þeir lentu og úvað um þá varð. Um áratugi
hefur verið alger friður milli Englendinga og Araba á þessu
svæði. En samt hefur ekkert vitnazt. — Coronet.