Úrval - 01.08.1962, Side 125
FISKAELDl
133
flutt frá Sooseldisstöðinni í
Washingtonríki, þar sem þau
höfðu verið alin frá vorinu áður,
um 30 km leið norður til Til-
raunaeldisstöðvar Fiskifræði-
deildarinnar í Seattle. Um helm-
ingi seiðanna var sleppt í eldis-
tjarnir stöðvarinnar, og hinum
hlutanum var sleppt í eldistjarn-
ir eldisstöðvarinnar í Issaquah,
sem er um 55 km leið ofar við
sama vatnasvæði. Tveimur mán-
uðum síðar gengu seiðin út úr
eldisstöðvunum áleiðis til sjáv-
ar, en þau voru merkt með ugga-
stýfingum, til þess að laxarnir
þekktust aftur. Af seiðum úr
Issaquaheldisstöðinni var klippt-
ur hægri kviðaruggi. Voru þau
9,4 sm á lengd og vógu 10,5 gr
að meðaltali. Af seiðunum úr Til-
raunaeldisstöð Fiskideildarinn-
ar var klipptur vinstri kviðar-
uggi. Þau voru 10,6 sm á lengd
og voru 14,8 gr að þyngd.
Sérstakar ráðstafanir voru
gerðar til þess að finna merkta
fiska. Skoðaðir voru rúmlega
þrjú hundruð þúsund silfurlax-
ar, og fundust tæplega 400
merktir laxar frá því í júlí 1952
þar til í febrúar 1954, en meiri-
hluti veiðanna fer fram í sjó. Þá
var leitað að merktum löxum
við Sooseldisstöðina, þaðan sem
laxaseiðin voru flutt í janúar
1952, og i rannsóknarstöð Fiski-
málastofnunar Washingtonríkis
i Minteránni. Á hvorugum staðn-
um fundust silfurlaxar, sem á
vantaði kviðarugga. Upp i
tjarnir Tilraunaeldisstöðvar
Fiskifræðideildarinnar gengu
124 fullorðnir silfurlaxar, sem
allir liöfðu verið merktir þar
áður, og gengið út úr stöðinni.
195 laxar þaðan höfðu veiðzt
í sjó svo vitað sé. 70 laxar gengu
upp í Issaquaheldisstöðina, sem
þar höfðu verið merktir, og einn
að auki, sem merktur hafði ver-
ið í Tilraunaeldisstöðinni, og
hafði hann því farið villur veg-
ar. Vitað var um, að veiðzt höfðu
186 silfurlaxar úr Issaquahstöð-
inni i sjó. Eins og áður segir,
er Issaquaheldisstöðin ofar við
sama vatnasvæði og Tilrauna-
eldisstöðin, og þurftu Issaquah-
laxarnir að ganga rétt framan
við Tilraunaeldisstöðina á leið
sinni „heim“, og villtust engir
þeirra upp í hana.
Niðurstöðurnar af tilraun
þessari eru þær, að enginn full-
vaxinn silfurlax gekk úr sjó
upp i móðurána, Soosá, en þeir
komu aftur upp í fósturstöðvarn-
ar, þ. e. upp í eldistjarnir Til-
raunaeldisstöðvar Fiskifræði-
deildarinnar og í stofnlaxaþró
Issaquaheldisstöðvarinnar. Að-
eins einn hinna merktu laxa af
195, sem gengu aftur upp i eld-
istöðvarnar, villtist. Það var
hængur frá Tilraunaeldisstöð-