Úrval - 01.08.1962, Side 161
HITLER OG ÞRIÐJA RIKIÐ
169
inn þreyttur og eiiisljór. Siðan
var fasistaflokkurinn hreinlega
leystur upp, en Badoglio mar-
skálkur myndaði óflokksbundna
stjórn herforingja og embættis-
manna. Þann 3. sept. gengu her-
sveitir Vesturveldanna á land
á suðurtá Ítalíu og þann 8. sept.
var tilkynnt opinberlega að
ítalska stjórnin hefði samið um
vopnahlé við Vesturveldin. Um
hríð þóttist Hitler sjá fram á
að Bandamönnum mundi takast
að innikróa tvo þýzk herfylki á
Norður-ítalíu, en innrásarher
þeirra gekk á land suður við
Neapel, svo þvzku herfylkjunum
var borgið, höfðu meira að segja
meiri Iiluta Ítalíu á valdi sínu,
þar á meðal iðnaðartiéruðin, þar
sem unnið var i þágu þýzka
hersins dag og nótt.
Þann 5. júlí 1943, hófu Þjóð-
verjar síðustu stórsókn sina gegn
Rússum, sem voru undirbúnir
og lirundu áhlaupi 500.000
manna harðsnúins nazistahers
vestur af Kursk; hófu síðan
smám saman sjálfir sókn á allri
viglínunni, tóku Kharkov úr
höndum Þjóðverja þann 23.
ágúst og hröktu ])á út úr Smo-
lensk þann 25. sept. Undir lok
ársins nálguðust þeir Pólland og
Rúmeníu. Allt benti ótvírætt til
þess að Bandamenn mundu ráð-
ast inn i sjálft Þýzkaland árið
1944, sem þýddi að hinar forn-
frægu þýzku borgir yrðu lagðar
í rústir í loftárásum. Nokkrir
háttsettir nazistar, sumir þeirra
jafnvel i herforingjaráðinu,
gerðu samsæri um að ráða for-
ingjann af dögum og bjarga
þjóðinni þannig frá yfirvofandi
liörmungum. Enda var ofsi hans
og heift nú með þeim ósköpum,
að jafnvel nánustu og trúuðustu
fylgjurum hans ofbauð. Tilræðið
mistókst, en minnstu nninaði að
það yrði Hitler að fjörtjóni;
uppreisnin; sem hafði verið und-
ifbúin, fór út um þúfur — en
Hitler lét samstundis taka hönd-
um alla þá, sem eitthvað voru
þar við riðnir, dæma þá til
dauða og skjóta eða hengja. Og
með ofsa sinum og stifni tókst
þessum hálfbrjálaða manni að
stappa stálinu í þjóðina til von-
lausrar l)aráttu, sem kallaði yfir
hana hörmungar og niðurlæg-
ingu.
Um miðjan ágúst 1944, var
rússneski herinn kominn að
landamærum Austur-Prússlands,
en herir Vesturveklanna höfðu
frelsað Frakkland; í lok mánað-
arins voru 500,000 mennfallniraf
Þjóðverjum, og mestallir skrið-
drekar þeirra og' önnur vélknú-
in hergögn fallin i hendur óvin-
unum. Engu að siður fyrirskip-
aði Hitler nýja sókn i Ardenna-
fjöllunum um miðjan desember-
mánuð — sem kom Bandamönn-