Úrval - 01.08.1962, Síða 100
108
ÚR VAL
hætt við aS opna dyrnar í þetta
sinn og skoða múmínuna. Geng-
ið var hins vegar að verki við
að kanna hina miklu fornleifa-
fjársjóði úr forherberginu og
langa herberginu, sérfræðingar
rannsökuðu þá og þýddu áletr-
anir, sem á þeim voru. Og það
var ekki fyrr en eftir þrjú ár,
sem kista hins forna konungs
var opnuð. Það gerði Carter
sjálfur ásamt nokkrum fornleifa-
fræðingum, sem með honum
störfuðu.
Naumast liefur farið hjá því,
að þeir hafi haft hugmynd
um „bölvun yfir gröf Tut-ankh-
Amens“, þvi að mannslát hafði
borið oftar en einu sinni að
garði í nánum hópi þeirra, og
dapurleg atburðarás var komin
af stað. Fyrstur í dauðakeðj-
unni var Carnarvon lávarður
sjálfur. Hann dó af heimakomu
sjö vikum eftir hinn undarlega
spádóm Weigalls. Menn hentu
gaman að sögunni um bölvun-
ina, en samt komu mannslátin
með óhugnanlegri nákvæmni:
Sir Lee Stack iézt af slysförum
eftir að hann kom í grafhýsið.
George J. Gould, amerískur
milljónari og vinur Carnarvons,
dó einnig eftir að hann skoðaði
grafhýsið. Woolf Joel, auðugur
enskur iþróttamaður, hvarf af
skemmtisnekkju sinni á Nil eftir
að hann kom að skoða grafhýs-
ið. En hann hafði i fórum sínum
fyrstu myndina, sem tekin var í
neðanjarðarhöll hins látna faraó.
Weigall, sem borið hafði fram
hinn kynlega spádóm, andaðist
á sjúkrahúsi i London af sjúk-
dómi, sem engin læknir gat
greint. Til síðustu stundar gat
hann ekki gefið neina skýringu
á ummælum sínum um dauða
lávarðarins. Ef hann bjó yfir
leyndarmáli, þá tók hann það
með sér í gröfina.
H. G. Eveiyn White, þekktur
enskur fornleifafræðingur, sem
kom i grafhýsið sem gestur, án
þess að vera þar nokkur opin-
ber persóna, skaut sig á leið-
inni þaðan heim til Englands.
Einn þeirra, sem harðlega
réðust á þá skoðun, að „bölvun
hvíldi yfir gröfinni“, var Paul
Casanova, prófessor í Paris.
Þegar gröfin fannst, var hann
að vinna við uppgröft ekki langt
frá. Hann gerði sér þvi ferð á
hendur þangað til að sjá gröf-
ina. Hann andaðist i París úr
sjúkdómi, sem lælcnar gátu ekki
greint.
Áður hefur verið getið um
Jiinn skyndilega dauða Richards
Bethell, en hann var ritari Carn-
arvons Jávarðar og viðstaddur
opnun grafliýsisins, og einnig
um sjálfsmorð föður lians, sem
„ekki þoldi skelfingarnar Jeng-
ur.“