Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 30
38
líkaminn sefur. Þessi sál getur
svo um stundarsakir tekið sér
bólfestu í dýri. Þannig geti sum-
ir gert sig' að dýrum, og slíkri
breytingu sé Unnt að stjórna
með hlébarðaskurðgoðinu. Inn-
bornir menn benda á það þessu
til sönnunar, að stundum komi
fyrir, þegar dýr er drepið, að
einhver þorpsbúi detti samtímis
niður dauður, og hefur sál hans
þá verið i dýrinu.
Hlébarðahreyfingin er út-
breidd um sama svæði hinnar
dökku álfu og önnur leynifélög,
en samtímis því, sem þau hafa
nú sízt aukið starfsemi sína yfir-
leitt á undanförnum árum, virð-
ist hún fremur sækja á en hitt.
Einkum varð þetta áberandi eft-
ÚR VAL
ir lok beggja heimsstyrjaldanna.
Bretar, Frakkar og Belgiu-
menn, sem þessum landssvæðum
réðu þar til fyrir skemmstu,
kostuðu kapps um að ganga á
milli bols og höfuðs á leynifé-
lögunum. Venjulega náði þó sú
viðleitni ekki lengra en það að
standa óbótamennina að verki,
án þess að næðist í sjálfa höfuð-
paurana. Eitt sinn náðist i mann,
sem framið hafði 68 morð. f
skýrslu, sem brezka stjórnin gaf
út, 1946 um ástandið í Suður-
Nigeríu, sem hafði þá um 1 millj.
ibúa. kom fram að hlébarða-
hreyfingin hefði framið 200
inorð á einum mánuði.
Það er þvi engin furða, þótt
reynt sé að berjast gegn henni.
Konan, sem dó í þorpinu.
KONA nokkur andaðist í ensku þorpi. Hún hafði verið fátæk,
en vinsæl með afbrigðum, svo vinsæl, að þegar hún var ekki
lengur á meðal þorpsbúa, söknuðu hennar allir. En gamla kon-
an hafði gert erfðaskrá, og sú erfðaskrá kom öllum á óvart.
Hún skipti öllum sínum fátæklegu eigum milli heimilanna i
þorpinu. Hún átti enga peninga, en ýmsir fallegir munir voru
í húsinu hennar, þótt ekki væru þeir dýrir. Og nú er spegillinn
hennar í einu húsinu, veggkistan í öðru, rósóttur blómavasi í
hinu þriðja, og rósviðartréð í garðinum hefur verið flutt í annan
garð eftir fyrirmælum í erfðaskránni. Þannig er nú á flestum
heimilum i þorpinu einhver hlutur, sem minnir á hina horfnu
vinsælu konu. — Woman's Journal.