Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 110
118
hálfan heiminn í fangið á einu
andartaki, ef ailt hangir í bláþræði.
Eftirsóttasir eru skólagengnir menn
í góðum stöðum, eins og læknar,
lögfræðingar og skrifstofumenn, og
reyndar allir þeir, sem hafa lagt
á sig það erfiði að læra einhverja
sérgrein. Og skapgerðareiginleik-
arnir, sem þær sækjast eftir, eru
hjartahlýja, lundgæði og trúverðug-
heit. Og sá útvaldi má hvorki vera
feitlaginn né sköllóttur né lágvaxn-
ari en þær. Karlmenn sem eru óá-
sjálegir í útliti, geta ekki lengur
treyst á móðurtilfinningu stúlkn-
anna.
Hvernig stendur á þessum um-
skiptum? Eftir því sem ég fæ bezt
séð, er hér um ýmsar orsakir að
ræða, og stafa flestar þeirra af
breyttum þjóðfélagsháttum.
Ein er sú, að baráttan milli kynj-
anna hefur snúizt konunum í hag.
Eftir að stúlkurnar höfðu verið
fleiri en piltarnir um árabil eru nú
fleiri karlar en konur á aldrinum
milii tvitugs og þrítugs, og því hafa
stúlkurnar á þeim aldri meiri
möguleika en áður.
Svo er þess að gæta, að unga
kynslóðin hefur tekið stakkaskipt-
um. Mér sýnist menningarbragur
unglinganna hafa aukizt talsvert.
Þegar við hjónin förum á nætur-
klúbb, erum við venjulega síðasta
parið, sem fer. Allt unga fólkið
er þá löngu farið heim, eftir að
ÚRVAL
hafa horft á ólætin í kringum sig
yfir kaffibolla.
Manni finnst óralangur tími síð-
an stúikurnar dreymdi um það,
að piltarnir þeirra keyptu handa
þeim demantshálsfesti eða nældu
meni í barm þeirra, ellega drukku
kampavin úr skónum þeirra. Um
þetta síðastnefnda mundi kvenfólk-
ið nú á dögum segja: „En óhuggu-
legt!“
Fyrir og fram yfir heimsstyrjöld-
ina dáðust við öll að hinum virku,
sigursælu hermönnum, sérstaklega
flugmönnunum, sem skutu Þjóð-
verjana niður. En það var einmitt
með þetta í huga, að ég hóf hjú-
skaparmiðlunina mína. Eftir að
hafa uhnið sem sýningarstúlka og
leikið örlítið í kvikmyndum, ferð-
aðist ég til Ceylon með foreldrum
mínum. Ég sá fljótlega, að þarna
á eynni voru mjög fáar stúlkur
í samanburði við piltana. En í Eng-
landi var aftur á móti skortur á
karlmönnum. Þegar ég kom aftur,
datt mér því í hug að samræma
þetta tvennt, leiða þessa tvo aðila
saman. Starfsemi mín á þessu
sviði hefur komið í kring sjö þús-
und hjónaböndum. En ég efast um,
að þetta mundi ganga svo greitt
nú.
Nú á tímum er mikið um það, að
ungu stúlkurnar fari snemma að
heiman til að vinna fyrir sér og
leigi sér smáíbúð og eignist jafnvel