Úrval - 01.08.1962, Side 114
122
URVAL
og fingursins myndaðist „loft-
tómt“ rúm. Þetta var reyndar
fyrsta loftvogin, sem þarna varð
til, og veðurathugunarmenn okkar
daga fylgjast jafnan vel með
hversu hátt kvikasilfurssúlan í
Torricelliloftvoginni þeirra stend-
ur, því að fátt segir betur til um,
hvort veðrabrigði eru í nánd.
Að sjálfsögðu eru nýtízku loft-
dælur miklum mun betur úr garði
gerðar en þær eldri. Þegar slík
dæla er tengd við lokaðan geymi,
sem á að tæma lofti eins og frek-
ast er unnt, þá er haldið áfram að
dæla löngu eftir að geymirinn er
næstum því tæmdur, og þessar fáu
sameindir, sem eftir eru, æða ráð-
villtar fram og aftur og lenda óhjá-
kvæmilega fleiri og fleiri í „klóm“
dælunnar, sem þeytir þeim í nokk-
urs konar „gildru“, svo að þær eiga
ekki afturkvæmt inn. Úr „gildr-
unni“ er sameindunum náð með
olíuúða, sem bindur þær, eða með
gufu, sem sprautað er af miklum
krafti framhjá opinu, þar sem sam-
eindirnar reyna að smeygja sér inn
aftur, og þannig eru þær hrifnar á
burt.
Við sjávarmál inniheldur venju-
iegt andrúmsloft u. þ. b. 400 bill-
jónir billjóna sameinda í hverjum
teningsþumlungi. Með þeim loft-
dælum, sem nú eru til, er hægt
að lækka þrýsting í geymi á stcerð
við venjulega stofu niður í einn
billjónasta hluta ar venjulegum
loftþrýstingi. Þetta svarar til þess,
að geymir á stærð við byggingu
Metropolitan óperunnar í New
York hefði verið fullur af golfkúl-
um, en tæmdur, svo að aðeins ein
væri orðin eftir.
Þegar lofttæming er komin á
svona hátt stig, þá getur sameind
fxækzt um fleiri kílómetra vega-
lengd án þess að rekast á aðra.
Þvílík lofttæming í nýtízku sjón-
varpslömpum veldur því, að raf-
eindastraumurinn (elktrónustraum-
urinn) framkallar skýra mynd á
sjónvarpsskerminum, sé lofttæm-
ingin léleg verður myndin blettótt
og óskýr, vegna sífelldra árekstra
milli flækingssameinda og raf-
einda.
Vísindamenn okkar daga vita að
form efnisins, fast, fljótandi, loft-
kennt og lofttómt, byggist ein-
vörðungu á samþjöppun og hreyf-
ingu sameindanna.
Samt er það svo, að sú fullkomn-
asta lofttæming, sem mönnum hef-
ur tekizt að ná til þessa, er óra-
fjarri því að uppfylla draum vís-
indamannsins um „alls ekki neitt
innan í glerflösku". Forstjóri Royal
Institution í London, E. N. da C.
Andrade, prófessor, segir að sæmi-
lega lofttæmt rúm, eins og t.d. í
hitaflöskum, innihaldi svo mikið
af ioftsameindum, að úr hálfum
iítra af þess konar lofttæmi inundi