Úrval - 01.08.1962, Page 171
FUNDIN ÞJÓÐHILDARKIRKJA
179
inu og gróf meira upp. Hann gerði
ýmsar mælingar og fann allmargar
grafir, og hann sýndi fram á, að
hér væri fyrsta kirkjan, sem
kristnir menn norrænir hefðu
reist. Og í þeirri kirkju, voru þau
Þorfinnur karlsefni og Guðríður
ekkja gefin saman árið 1002.6)
6) Sjá Eiríks sögu rauða, 7. kap.
Þýð.
Þegar hann fór heim, lofaði hann
mér að koma aftur næsta sumar
til þess að ljúka verkinu. Svo að
þetta lítur út fyrir að verða mjög
„spennandi“.
Ég vona, að þér komið einnig og
lítið á fornleifafund þennan.“
Reykjavík 2. jan. 1962.
Lax veiðist á línu.
1 VOR kom allundarlegur fiskur á línu hjá bát frá Hauga-
nesi. Var það meðalstór þorskur, en á annarri hlið hains virtist
vera einhver lesning, líkt og hann hefði verið merktur með ein-
hvers konar stimpli. Var greinilega hægt að lesa nokkra stafi.
Nokkru seinna, er sami bátur kom í land, höfðu skipverjar þá
sögu- að segja, að á línuna hefðu þeir fengið allvænan lax. Hann
virtist þó nokkuð magur. Báturinn hafði verið að veiðum norð-
ur af Gjögrum. — Dagur.
Hæsti og lægsti flugvöllurinn.
ÞAÐ er meira en tveggja mílna hæðar munur á hæsta og
lægsta flugvelli í heimi. Þegar farþegarnir koma út úr flugvél-
unum á vellinum í La Paz í Bóliviu, sem er hæsta höfuðborg
í heimi, er þeim boðið súrefni til þess að hressa sig á. Þeir eru
þá staddir í 4080 metra hæð yfri sjó, hátt í Andesfjöllum. En
þegar farþegar koma út á Schiphol-flugvöllinn i Hollandi, sjá
þeir báta siglaíndi eftir síkjunum, sem standa nærri fimm metr-
um hærra en flugvöllurinn. — Compressed Air.