Úrval - 01.08.1962, Side 155
HITLER OG ÞRIÐJA RIKIÐ
163
an um Noreg olli þeim þó miklu
tjóni, einkum þó þýzka flotan-
um, sem galt þar mikið afhroS.
Hann missti tiu tundurspilla af
tuttugu, þrjú beitiskip af átta,
en tvö orrustuskip og eitt vasa-
orrustuskip urðu fyrir svo mikl-
um skemmdum, að það tók
marga mánuði aS gera þau sjó-
fær aftur. Fyrir bragðiS var
ofansjávarfloti ÞjóSverja lamaS-
ur þegar tækifæriS til innrásar
á Bretland bauðst skömmu
seinna.
En Hitler var ekki að sýta tjón
flotans um þessar mundir. Mán-
uði seinna, eSa þann 10. maí,
var sendiherrum Hollendinga og
Belga í Berlin tilkynnt, að þýzki
herinn mundi halda inn í þessi
lönd, i þeim tilgangi „að verja
hlutleysi þeirra gegn yfirvof-
andi brezk-franskri árás“ —• en
sömu tylliástæSu hafði Hitler
beitt til að réttlæta hernám
Danmerkur og Noregs. Bretar
voru um þær mundir að leysa
stjórnarkreppu — Churchill var
í þann veginn að taka við
forsætisráðherraembættinu af
Chamberlain. Hin vélbúnu her-
fylki nazistanna æddu yfir hvað
sem fyrir var, og sóttu svo fast
fram, að jafnvel þýzku hers-
höfðingjunum þótti nóg um.
Þeir atbuðir eru allir svo kunn-
ir, að þeir verSa ekki raktir hér.
Hollendingar gáfust upp þann
14. maí og þar með voru örlög
Belgíu einnig ráðin. Annað
varð þó enn afdrifarikara fyrir
heri Breta og Frakka -— þeir
höfðu látið ginna sig aS sjó
fram; þýzkar skriðdrekaher-
sveitir brutust síðan gegn að
baki meginherjanna og króuðu
þá inni á litlum þríhyrningi úti
við ströndina. ÞaS mátti heita
aS sú innikróun hefði tekizt full-
komlega þann 24. maí. ÞjóS-
verjum hefði þá verið i lófa lag-
iS að gereyða herjum þessum,
og enn er óskýranlegt hvers
vegna þeir hikuðu við það. Þeg-
ar þer svo hugðust láta til skar-
ar skríða um mánaðarmótin,
voru brezku herirnir gengnir
þeim úr greipum — yfir sundið
frá Dunkerque; í herkvinni fyr-
irfundust þá aðeins um 4000
brezkir hermenn, varðir af 100.
000 frönskum hermönnum. Að
vísu höfðu brezku herirnir orð-
ið að skilja eftir öll þyngri her-
gögn, en helzt er að sjá sem
undankoma þeirra hafi verið
nazistunum þýzku óskiljanleg
með öllu.
En hlutverki franska hersins
í heimsstyrjöldinni var lokið að
kalla. Þýzku herirnir sneru för
sinni til Parísar, sem þeir tóku
bardagalaust þann 10. júní. Pé-
tain marskálkur bað um vopna-
hlé nokkrum dögum síðar. Þar
með var Frakkland fallið.