Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 165
FUNDIN ÞJÓÐHILDARKIRKJA
173
Eiríks sögu rauða: ...og lét gera
kirkju eigi allnær húsunum.“ Sam-
kvæmt bráabirgðaathugun Jörgens
Meldgárds magisters á kirkjurúst-
inni síðastliðið haust hefur hér
verið um lítið bænahús að ræða,
um 3 m breitt og 4-5 m langt,1 2)
einna svipaðast bænhúsinu á
Núpsstað. Sú stærð Þjóðhildar-
kirkju virðist og koma vel heim
við frásögn Eiríks sögu rauða af
einkaframtaki húsfreyjunnar í
Brattahlíð. Síðar var reist kirkja
heima við skálann, og hafa rústir
hennar fundizt undir grunni stein-
kirkjunnar, sem enn sjást leifar af.
Steinkirkja þessi er 7.5x15 m að
utanmáli, og taldi Poul Nörlund
hana vera frá fyrra hluta 12. ald-
ar.:)
Nánari rannsókn hins merka
fornleifafundar i Brattahlíð bíður
raesta sumars, og hljóta íslending-
ar öðrum þjóðum fremur að fylgj-
ast af áhuga með þeirri rannsókn.
En þess mætti þegar minnast, að
það er eingöngu fyrir árvekni og
framtakssemi djáknans í Bratta-
hlíð, Lars Motzfeldts, að forn-
minjum þesum hefur verið bjargað
frá glötun. Jafnframt kynnu marg-
ir íslendingar að geta dregið lær-
dóma af viðbrögðum hins græn-
1) Sjá viðtal við Jörgen Meldgárd
í Tímanum 29. sept. 1961.
2) Sjá Meddelelser om Grönland
LXXXVIII/1, 38.
lenzka manns, er hann fékk grun
um, að jörðin undir fótum hans
geymdi merkar fornleifar.
Undanfarin tvö sumur hef ég
sótt nokkrum sinnum heim Lars
Motzfeldt, kennara og djákna
(kateket) í Brattahlíð, og kynnzt
honum dável. Hús hans stendur of-
an við kirkjuna í Brattahlíð, og er
heimilið með afbrigðum snyrtilegt
og myndarlegt, eins og allmargir
íslendingar, sem notið hafa gest-
risni Motzfeldt-hjónanna, geta bor-
ið vitni um. Lars Motzfeldt er
maður á miðjum aldri, hlédrægur
og óframfærinn og býður af sér
hinn bezta þokka. Hann er Græn-
lendingur í húð og hár og mjög
stirðmæltur á danska tungu. í
bókaskáp hans varð ég var við
eina bók eftir íslenzkan höfund,
Gerplu Halldórs Kiljans Laxness í
sænskri þýðingu. Sagði Motzfeldt
mér, að sér hefði verið send bókin
að gjöf, sjálfsagt vegna Græn-
landskaflans, en sér veittist erfitt
a komast fram úr henni.
Eins og að líkum lætur, er kenn-
ari og sálusorgari Bratthlíðinga
allra manna kunnugastur í hinni
nýju byggð Grænlendinga í Bratta-
hlíð (K’agssiarssuk) og nágrenni,
en byggð sú hefur ekki enn náð
fertugsaldri. Einmitt á þessum
slóðum var þéttust byggð hinna
fornu Grænlendinga, og telja
menn sig nú hafa fundið rústir um
30 bæja á milli innanverðs Eiríks-