Úrval - 01.08.1962, Side 76
84
ÚR VAL
hátt enni og djúp kollvik, dökkt
hár, sem grátt var orðið í vöng-
um, en mitt í þessn hrikalega
umhverfi voru stór blá, gáfuleg
og barnsleg augu.
Páll hafði komið heim sem
skipsbrotsmaður i andlegum
skilningi. Eitthvað hafði hann
fengizt við kennslu lengst af
síðan, til að draga fram lífið, en
það mun þó hafa verið stopult
á stundum vegna þess, hve
drykkfelldur hann var.
Þannig höfðu árin liðið eitt
af öðru og honum hafði lítið
áunnizt í lífinu og það var, sem
hann væri stöðugt að hopa á hæl
undan sjálfum sér, lengra og
lengra út í tilgangslaust lif
auðnuleysingjans. Þó þreytfist
hann aldrei á því að vegsama
það lif, sem lifað var í háborg-
um heimsmenningarinnar, né að
fara lítilsvirðandi orðum um
hálfmenntun og smáborgarahátt
í höfuðborg íslands, og þrátt
fyrir allt, þá eimdi enn eftir af
dvöl hans erlendis í kurteislegri
framkomu og ýmsum lífsvið-
horfum, og á beztu stundum sín-
um virtist hann ekki vera búinn
að missa alla von um að geta
gert sér eitthvað úr lífinu og
gerði þá umfangsmiklar áætlanir
um utanferðir og ýmislegan
frama á sviði tónlistar og skáld-
skapar.
Einatt settist að Páli þung-
lyndi og einmanaleiki og lýsti
það sér einkum í sjúkri sjálfs-
aumkun. Á slíkum stundum rakti
hann raunir sínar fyrir nánustu
vinum og var viðkvæði hans þá
jafnan: Alltaf er það eins, þegar
það er ég. Sumar þessara frá-
sagna höfðu dálitið grátbrosleg-
an keim. Síðustu árin, sem ég
þekkti Pál, tók hann upp þá
einkennilegu háttu að vera full-
ur svo að segja óslitið um mán-
aðartíma í skammdeginu. Hann
byrjaði á tímabilinu um eða upp
úr miðjum nóvember og var
jafnan kominn í gott lag aftur
um jólaleytið.
Þegar hann kom eftir túrana
að heimsækja okkur, var hann
hálf uppburðarlaus og undirleit-
ur eins og strákur, sem hefur
framið einhverja óknytti. Fögn-
uðum við honum þá af heilum
hug, eins og við hefðum hann
úr helju heimt, því hann hvarf
alveg af okkar slóðum þennan
tíma. Það var meira að segja
svo, að okkur fannst engin jóla-
helgi, fyrri en Páll kom í heim-
sókn oftast á aðfangadagskvöld
jóla eftir langa fjarveru.
Það gat komið fyrir, þrátt
fyrir það að Páll var að öllum
jafnaði mjög dagfarsgóður, að
hann yrði rosafenginn, þegar
hann var búinn að vera við vin
lengi. Var þá engum heiglum
hent að eiga við hann og þurfti