Úrval - 01.08.1962, Side 76

Úrval - 01.08.1962, Side 76
84 ÚR VAL hátt enni og djúp kollvik, dökkt hár, sem grátt var orðið í vöng- um, en mitt í þessn hrikalega umhverfi voru stór blá, gáfuleg og barnsleg augu. Páll hafði komið heim sem skipsbrotsmaður i andlegum skilningi. Eitthvað hafði hann fengizt við kennslu lengst af síðan, til að draga fram lífið, en það mun þó hafa verið stopult á stundum vegna þess, hve drykkfelldur hann var. Þannig höfðu árin liðið eitt af öðru og honum hafði lítið áunnizt í lífinu og það var, sem hann væri stöðugt að hopa á hæl undan sjálfum sér, lengra og lengra út í tilgangslaust lif auðnuleysingjans. Þó þreytfist hann aldrei á því að vegsama það lif, sem lifað var í háborg- um heimsmenningarinnar, né að fara lítilsvirðandi orðum um hálfmenntun og smáborgarahátt í höfuðborg íslands, og þrátt fyrir allt, þá eimdi enn eftir af dvöl hans erlendis í kurteislegri framkomu og ýmsum lífsvið- horfum, og á beztu stundum sín- um virtist hann ekki vera búinn að missa alla von um að geta gert sér eitthvað úr lífinu og gerði þá umfangsmiklar áætlanir um utanferðir og ýmislegan frama á sviði tónlistar og skáld- skapar. Einatt settist að Páli þung- lyndi og einmanaleiki og lýsti það sér einkum í sjúkri sjálfs- aumkun. Á slíkum stundum rakti hann raunir sínar fyrir nánustu vinum og var viðkvæði hans þá jafnan: Alltaf er það eins, þegar það er ég. Sumar þessara frá- sagna höfðu dálitið grátbrosleg- an keim. Síðustu árin, sem ég þekkti Pál, tók hann upp þá einkennilegu háttu að vera full- ur svo að segja óslitið um mán- aðartíma í skammdeginu. Hann byrjaði á tímabilinu um eða upp úr miðjum nóvember og var jafnan kominn í gott lag aftur um jólaleytið. Þegar hann kom eftir túrana að heimsækja okkur, var hann hálf uppburðarlaus og undirleit- ur eins og strákur, sem hefur framið einhverja óknytti. Fögn- uðum við honum þá af heilum hug, eins og við hefðum hann úr helju heimt, því hann hvarf alveg af okkar slóðum þennan tíma. Það var meira að segja svo, að okkur fannst engin jóla- helgi, fyrri en Páll kom í heim- sókn oftast á aðfangadagskvöld jóla eftir langa fjarveru. Það gat komið fyrir, þrátt fyrir það að Páll var að öllum jafnaði mjög dagfarsgóður, að hann yrði rosafenginn, þegar hann var búinn að vera við vin lengi. Var þá engum heiglum hent að eiga við hann og þurfti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.