Úrval - 01.08.1962, Síða 56
64
ÚRVAL
að innan í honum væri gull að
finna, og þeir hinir sömu settu
hann í grjótkvörn og möluðu niður
í fínan salla.
HjSIparhellur vísindamanna.
Þess ber að geta, að fólk, sem
á einn eða annan hátt, hefur lært
að þekkja helztu auðkenni loft-
steina, á heiðurinn af að hafa bent
vísindamönnum á fjöldan allan af
slíkum steinum.
Til dæmis má taka einn af starfs-
mönnum Háskólans í Nebraska, er
vann við að grafa upp og flytja
hinn mikla (tæpl. 2400 kg.) Furnas-
skírisstein. Hann fékk mikinn á-
huga fyrir loftsteinum og lagði
það á sig að kynna sér allt um þá,
svo sem hann átti framast kost.
Nokkrum árum seinna varð þessi
maður forstöðumaður héraðssafns
í sunnanverðu Oklahomafylki, og
skömmu síðar var honum sagt frá
stórum loftsteini þar í grenndinni.
Finnandi kvað ein tuttugu ár liðin
síðan hann fann steininn, en hann
hefði aldrei fyrr náð í neinn, er
skyn bæri á þessa hluti. Maðurinn
athugaði steininn og þótti líkur
benda til að þarna væri um grið-
armikið loftjárn að ræða.
Að athugun lokinni hringdi hann
án tafar til „Rannsóknarstofnunar
loftsteina" (Institute of Mete-
oritics) og gat gefið svo nákvæmar
upplýsingar, að stofnunin sendi
umsvifalaust menn af stað til að
athuga málið nánar. Þannig komst
Murrayvatns lofsteinninn í Okla-
homa til skila.
Kjarni þessa lofsteins var af ná-
lega hreinu járni og vó meir en 300
kg. Utanum hann lukti nokkurra
þumlunga þykk „skel“ úr hörðum
bruna, en slik „skel“ myndast yfir-
leitt er loftsteinar falla gegnum
lofthjúp jarðar, þ. e. a. s. þeir sem
komast alla leið án þess að brenna
til ösku, leysast upp og hverfa.
Loftsteinar, sem fólk hefur séð
falla, hafa oftast nær hlotið þá
meðferð er vera bar, og má eflaust
m. a. þakka það þeirri ógnarbirtu
og válegum gný, er fallinu eru
samfara. Um flesta slíka steina
hefur vfsindamönnum verið gert
kunnugt, og þeir þannig fengið
færi á að gera sínar athuganir og
varðveita þá steina á safni, sem
þeir hafa viljað.
Og þó eru náttúrlega undantekn-
ingar frá þessu sem öðru. Finnandi
eins brotsins af rússneska loft-
steininum, Zhovtnevy Hutor, kast-
aði því I eld, annað brot úr sama
steini glataðist er bóndakona kast-
aði því fyrir óþægan klár. I Rúss-
landi gerðist það líka, að bóndi
einn náði í brot af Novo-Urei loft-
steininum, — er bar með sér
demant, en það er önnur saga, —
og þar sem bóndi var þeirrar skoð-
unar, að í loftsteinum byggi undra-
máttur, muldi hann þetta brot sitt
mélinu smærra og át það!