Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 157
HITLER OG ÞHIÐJA fííKIfí
165
sprengjumarkið, urðu hin sið-
ferðilegu áhrif af sprengjuvarp-
hui gifurleg. Berlínarbúar höfðu
h'úað því statt og stöðugt að
slíkt gæti alls ekki komið fyrir.
Þann 28. komu enn fleiri brezk-
ar flugvélar og vörpuðu sprengj-
Um á höfuðborgina sem gerðu
talsverðan uzla og urðu fólki að
bana. Hitler ærðist. í útvarps-
ræðu, sem hann flutti, öskraði
hann: „Þegar brezkar flugvélar
Varpa 3—4000 kg af sprengjum,
skulum við varpa 300—400,000
kg! Hóti þeir auknum árásum
á borgir vorar, skulum við jafna
borgir þeirra við jörðu. Sú stund
kemur óhjákvæmilega að annar-
hvor aðilinn brotni — og það
verður ekki Þýzkaland nazism-
ans.“ Eftir það hætti þýzki flug-
herinn dagárásum að mestu, en
gerði hverja árásina af annarri
á næturþeli, og hugðist þannig
brjóta niður mótstöðukraft
brezku þjóðarinnar, yrði inn-
fás óþörf.
En það tókst aldrei. Og innrás
yfir sundið gat þýzki herinn
ekki gert, þar eð flotinn var i
lamasessi eftir baráttuna um
Noreg en auk þess var það margt
annað nú, sem Hitler hafði í að
snúast.
Sumarið 1940 liagnýtti Joseph
Stalin sér annríki Hitlers, félaga
sins og innlimaði baltisku lönd-
in og nokkurt landsvæði á
Balkanskaganum i Sovétveldið.
Hitler féll þetta athæfi ekki sem
bezt, einkum kunni hann Stalin
iitlar þakkir fyrir innlimun
rúmensku héraðanna; rúmenska
olían var Þjóðverjum lífsnauð-
syn. Þann 18. des. 1940, gaf
hann út leyniskipun um að
þýzki herinn skyldi undir það
búinn að brjóta niður veldi
Bússlands með leifturárás, fyrir
þann 15. maí 1941. Áður en það
gæti orðið, varð Hitler þó að
ganga tryggilega frá öllu á
Balkanskaganum.
En þá gerði annar „vinur“
hans og félagi, Mussolíni, hon-
um hinn versta óleik. Honum
hafði löngum fundizt Hitler lita
niður á sig, ekki hvað sizt eftir
hina miklu sigra Þjóðverja, og
hugði þvi tíma til þess kominn
að gera eitthvað lika, og sendi
ítalska herinn inn i Grikkland.
Það eitt var nógu slæmur grikk-
ur eins og á stóð, en hitt var
enn lakara, að Hitler varð brátt
að senda her þangað líka til að
bjarg þeim ítalska frá algerum
ósigri — og þó verst, að fyrir
innrás ítala ákváðu Bretar að
senda her til Grikklands og
ógnuðu þannig allri aðstöðu
nazista á Baílkanskaganum.
Hitler sá því ekki annað ráð
vænna en senda 680,000 manna
her inn í Rúmeniu í þriðju viku
febrúar 1941, og þann 28. febrú-