Úrval - 01.08.1962, Side 40
48
ÚR VAL
Haraldur hefur alltaf verið mikið
gefinn fyrir báta, og eftir ekki lang-
an tíma keypti hann betri bát í
skiptum fyrir þann gamla. Hann
lærði á vatnaskíði og kenndi svo
dætrum sínum íþróttina og gaf
sjálfum sér nafnið „ánægðasta flón-
ið á Foxánni". Siðastliðið sumar var
hann kjörinn formaður bátaklúbbs-
ins, sem hann er í, og lét hann
tilleiðast að taka starfið að sér,
enda þótt honum sé ekki að skapi
að gefa sig að félagsmálum.
Smátt og smátt og næstum án
þess hann hafi orðið var við það,
hefur hann losað sig við öll höft.
Hann lifir og hrærist í þessum
heimi jafneðlilega og við hin. Ár
angurs og þjáninga eru að baki.
Andlit hans nú er ekki það sama
og hann fæddist með. En hann
hefur samhæft það sjálfum sér
með því að bera höfuðið hátt og
sýna hugrekki og myndugleika.
Kastljós.
— GALLINN á honum er sá, sagði ung stúlka við vinkohu
sína, að hann tilheyrir þeim flokki manna, sem taka nei alvarlega.
— Ég hef alltaf viijað taka mínar ákvarðanir sjáifur, sagði
maður nokkur við búðarþjón, er hann var að reyna að gera
það upp við sig, hvort hann ætti að kaupa nýjan jakka, og nú
er það mín ákvörðun að spyrja konuna mína, hvort hún telji,
að ég eigi að kaupa þennan jakka.
— Ég veit fyrir víst, að ég er ekki tökubarn, sagði óþekktar-
ormurinn við leikfélaga sinn, því að ef ég væri það, mundu
þau fyrir löngu hafa skilað mér.
— EINKARITARI mannsins mins er dásamleg stúlka, sagði
forstjórafrúin. Hún er illa vaxin, ódámur í klæðaburði og fram-
göngu og gersneydd öllum kynþokka.
MAÐURINN var reiður, og konan sagði við hann: Láttu mig
fá 10 krónur svo að ég geti komizt af, þangað til þú ert kominn
í betra skap.