Úrval - 01.08.1962, Side 50

Úrval - 01.08.1962, Side 50
58 ÚR VAL Þótt við vissum ekki meira um þessa hluti en þetta, kemur það að góðu gagni. Venjulega stillir maður ljósið áður en byrjað er að lesa. En þegar þú einbeitir þér að lestri, notarðu fínkornablettinn, og ljósið er ekki lengur nægiiega mik- ið. Þú færir þá bókina eða blað- ið ósjálfrátt nær augunum, og af- leiðingarnar verða ofreynsla á aug- unum. Rétta aðferðin er að hafa ljósið það sterkt, að hægt sé að hafa lesmálið í mátulegri fjarlægð, — þeirri fjarlægð, sem hæfir aug- anu. Þegar horft er á eitthvað, star- ir maður hvorki né einblínir. Aug- að ,,les“ hlutinn eða þýtur yfir hann á eldingarhraða ekki ósvipað því og þegar þú leitar að einhverju í garðinum þinum í myrkri með vasaljósi, — þú lætur ljósgeislann vinna verkið. Augað „tekur“ tíu myndir á sekúndu hverri, og heilinn eða hugurinn dregur það saman í eina mynd. Þessar hreyfingar augn- anna eru mjög smáar og örar, líkt og sveiflur eða titringur. Ef maður gæti heyrt þennan titring, mundi hann hljóma sem lágt suð. Það er nauðsynlegt að augun vinni þannig vegna samstarfsins við taugarnar. Hver einstök áhrif vara ekki til lengdar, heldur verða sí- felid umskipti að eiga sér stað, til að taugarnar og heilinn nemi áhrif- in greinilega og sé haldið vakandi. Það eru fyrst og fremst umskipt- in sem við erum næmust fyrir. Við getum vanizt svo vel samfelldu hljóði, að við hættum að taka eftir því, en verðum hins vegar undir eins vör við, þegar það hættir. Og augað sér ekki vel, nema það sé á einhverri hreyfingu. Kvikmyndir, sem teknar hafa verið af augnahreyfingum manna við að aka bíl, sýna að augnahreyf- ingar minnka eftir þvi sem hraði farartækisins eykst. Undir þessum kringumstæðum þarf augað ekki að hafa fyrir því að spanna umhverf- ið, því segja má, að umhverfið „komi á færibandi” til augans. Einn sérfræðingurinn í þessum efnum segir, að við skynjum ekki hreyfingu okkar beint fram í þá átt, sem við horfum, heldur til beggja hliða, þangað sem við horfum ekki. Þannig megi segja, að við horfum útundan okkur,þegar við ökum bíl. Þetta skiljum við betur, ef haft er í huga, að útsýnið til hliðar gefur betri viðmiðun varðandi hraðann. Tekið hefur verið tillit til þess arna v,ið upplýsingu flughafnarinnar í London. Flugmenn hafa árum sam- an kvartað yfir því, að flugbrautirn- ar á flestum flugvöilum séu ekki nógu vel merktar. Sú tilraun var þá gerð, að bæta beggja vegna brautanna við ijósaröðum, sem voru utan beinnar sjónvíddar flug- mannanna. Þetta leysti vandann. Mörgum flugmönnum þykir nú betra að lenda í London en á öðrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.