Úrval - 01.08.1962, Síða 50
58
ÚR VAL
Þótt við vissum ekki meira um
þessa hluti en þetta, kemur það
að góðu gagni. Venjulega stillir
maður ljósið áður en byrjað er að
lesa. En þegar þú einbeitir þér að
lestri, notarðu fínkornablettinn, og
ljósið er ekki lengur nægiiega mik-
ið. Þú færir þá bókina eða blað-
ið ósjálfrátt nær augunum, og af-
leiðingarnar verða ofreynsla á aug-
unum. Rétta aðferðin er að hafa
ljósið það sterkt, að hægt sé að
hafa lesmálið í mátulegri fjarlægð,
— þeirri fjarlægð, sem hæfir aug-
anu.
Þegar horft er á eitthvað, star-
ir maður hvorki né einblínir. Aug-
að ,,les“ hlutinn eða þýtur yfir
hann á eldingarhraða ekki ósvipað
því og þegar þú leitar að einhverju
í garðinum þinum í myrkri með
vasaljósi, — þú lætur ljósgeislann
vinna verkið. Augað „tekur“ tíu
myndir á sekúndu hverri, og heilinn
eða hugurinn dregur það saman í
eina mynd. Þessar hreyfingar augn-
anna eru mjög smáar og örar, líkt
og sveiflur eða titringur. Ef maður
gæti heyrt þennan titring, mundi
hann hljóma sem lágt suð.
Það er nauðsynlegt að augun
vinni þannig vegna samstarfsins við
taugarnar. Hver einstök áhrif vara
ekki til lengdar, heldur verða sí-
felid umskipti að eiga sér stað, til
að taugarnar og heilinn nemi áhrif-
in greinilega og sé haldið vakandi.
Það eru fyrst og fremst umskipt-
in sem við erum næmust fyrir. Við
getum vanizt svo vel samfelldu
hljóði, að við hættum að taka eftir
því, en verðum hins vegar undir
eins vör við, þegar það hættir. Og
augað sér ekki vel, nema það sé
á einhverri hreyfingu.
Kvikmyndir, sem teknar hafa
verið af augnahreyfingum manna
við að aka bíl, sýna að augnahreyf-
ingar minnka eftir þvi sem hraði
farartækisins eykst. Undir þessum
kringumstæðum þarf augað ekki að
hafa fyrir því að spanna umhverf-
ið, því segja má, að umhverfið
„komi á færibandi” til augans.
Einn sérfræðingurinn í þessum
efnum segir, að við skynjum ekki
hreyfingu okkar beint fram í þá átt,
sem við horfum, heldur til beggja
hliða, þangað sem við horfum ekki.
Þannig megi segja, að við horfum
útundan okkur,þegar við ökum bíl.
Þetta skiljum við betur, ef haft er í
huga, að útsýnið til hliðar gefur
betri viðmiðun varðandi hraðann.
Tekið hefur verið tillit til þess arna
v,ið upplýsingu flughafnarinnar í
London. Flugmenn hafa árum sam-
an kvartað yfir því, að flugbrautirn-
ar á flestum flugvöilum séu ekki
nógu vel merktar. Sú tilraun var
þá gerð, að bæta beggja vegna
brautanna við ijósaröðum, sem
voru utan beinnar sjónvíddar flug-
mannanna. Þetta leysti vandann.
Mörgum flugmönnum þykir nú
betra að lenda í London en á öðrum