Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 5
Úrval
Tvisýnt itlit - ókunn orsök
Saga af Uekiusfræðilegri rannsókn.
--------------------------------------------------------J
Eftir Don Murray.
IÍÖMMU eftir miiinætli
ók sjúkrabíll á ofsa-
hraða 137 mílna leið
yfir dimmar hæðir
Massaehusettsríkis og
nam staðar með ískrandi hemlum
lijá læknamiðstöð Barnaspítalans í
Boston. Tveir fylgdarmenn lyftu
út sjúkrabörum, sem í lá drengur,
vafinn i ullarteppum, og báru
hann inn í uppljómaða stofu, þar
sem letrað var á dyrnar: Emerg-
ency. (slys og annað áriðandi).
Þetta var upphafið á mjög erf-
iðri læknisfræðilegri ráðgátu.
Sjúklingurinn, Richard Main, 13
ára gamall, var að dauða kominn,
en enginn vissi hvers vegna. Og hér
kemur sagan af því, hvernig lækn-
arnir leystu þessa gátu með þrot-
lausu starfi.
Þegar Richard var borinn inn
í slysastofuna, var andlit hans af-
skræmt af kvölum og óráði. Lilc-
amshiti hans var tæpt 41°. Hægri
handleggur hans var stokkbólginn
ofan frá öxl og fram á hönd, svo
að gljáði á húðina. Allur líkami
hans var þakinn blöðrum, sem voru
að þvi komnar að springa. Hann
virtist eiga skammt eftir ólifað. En
hver var orsök þessarar smitunar,
sem var að gera út af við liann?
Jafnskjótt og Richard var kom-
inn í rúmið var hann rannsakað-
ur af William Fentress, 28 ára
gömlum læknaknndidat, sem hafði
stundað nám í barnasjúkdómum i
sjúkrahúsinu á þriðja ár. Fáum
mínútum siðar bættust við þeir
Pliilip Holliston, 2ja ára kandidat
í sjúkrahúsinu, og Morley Petter-
sen, eldri bæklunarlæknir. Þetta
voru hinir fyrstu af 18 læknum
fjölda hjúkrunarkvenna og ótal
starfsmanna í rannsóknarstofum,
sem áttu eftir að vinna saman að
því að greina sjúkdóm Richards.
— Readers Digest —
/
3