Úrval - 01.04.1965, Page 8

Úrval - 01.04.1965, Page 8
6 ÚRVAL genmynd af höfuðkúpunni og tek- ið heilaafrit í annað sinn. En þrátt fyrir allar rannsóknir fékkst engin örugg vissa fyrir heilaskemmd. En nú kom frá rannsóknarstof- unum fyrsta jákvæða niðurstaðan. Gerlagróður ræktaður úr fyrsta blóðsýnishorninu sýndi loks, að hlóð Richards var smitað af staf- gerlum (staph(ylococcum)) —tcg- und 80, hættulegustu tcgund staf- gerla. Rannsóknin hafði tekið tíma, en hún borgaði fyrirhöfnina: hér var loksins eitthvað áþreifanlegt. Enn var þá ekkert fundið, sem benti til þess, hvar smitunin hefði tekið sér bólfestu. Á ellefta degi tóku læknarnir það til bragðs, að reyna að gefa söku- dólgnum ofurlílið frelsi og vita hvort hann kæmi þá ekki upp um sig: hætt var við öll fúkalyf í 24 klukkustundir. Þegar hitinn tók að stíga og líðanin að versna hjá Rich- ard, var fúkalyfjagjöfin þegar haf- in aftur. Nú vissu þeir, að án stórra skammta af slíkum lyfjum mundi fljótlega vera úti um drenginn. Og það var bráðnauðsynlegt að finna smitstaðinn! Á 14. degi leysti nýr hópur ungra lækna þá sem fyrir voru af hólmi. Phoehe Rawson tók við daglegu eftirliti Richards. Læknarnir Fent- rcss og Holliston héldu áfram að koma frá sínu nýja starfi, til þess að vitja um Richard og spjalla við nýju læknana og vita hvort nokkuð hefði fundizt, sem þeim hefði sést yfir. En nýju læknarnir voru í sömu óvissunni og fyrirrennarar þeirra. Þegar Rawson Iæknir var að glugga í og velta fyrir sér sjúkra- sögu Richards, tók hún eftir því, að á endurteknum Röntgenmynd- um hefði ekki sézt minnsti vottur um beinskemmd ásamt beinsmit- un. Hún lét samt ekki fyllilega sann- færast af því. Eitthvert sjötta skyn hvíslaði þvi án afláts að henni, að sökudólgurinn hlyti að vera bein- ígerð. Yið endurskoðun á síðustu myndum af brjóstholinu, tók hún eftir, að hjartað var eilítið stækk- að, og hjartabroddurinn hrjúfur. Það gat stafað af „endocarditis“, bólgu í innri himnu hjartans, sem stundum fylgir stafgerlasmitun, sem valdið hefur beinígerð. Ef til vill var hugboð hennar rétt. En ef Richard hafði beinígerð, var sérmeðferð á hcnni orðin löngu tímabær. Hann mundi þurfa langt- um stærri skammta af fúkalyfjum, til þess að þeir næðu til ígerðar- innar í beininu, og hann yrði að fá þá án tafar. Af frekari töf gæti hlotizt ævilöng bæklun. Rawson læknir fyrirskipaði enn eina Rönt- genmynd — þá sjöundu — af hand- legg Richards. Á 17. degi var Rawson læknir ekki Iengur í vafa um sjúkdóms- greininguna: Ricliard Main hafði if/erð í heini. Loksins sýndu Rönt- genmyndir greinilegt merki um beinskemmd — merki, sem tekið hafði allan þennan tíma að kæmu í ljós. Einnig var skemmd á einni hjartaloku, sem nú heyrðist greini- lega við hlustun. Nú var skyndilega komið sam- ræmi í öll þessi flóknu einkenni. Tvöfalda sjónin gat verið aukaáhrif, sem stöfuðu frá byltunni (heila-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.