Úrval - 01.04.1965, Page 10
Eftir Joseph Barry.
Þessuri f/læsilegu Parisardömu
er svo fyrir að þakka,
að konur um víða veröld
eru nú frjálslegri í kiæðaburði
og faliegri á að líta
en áður var.
ÁLSFESTAR og klæða-
_ _ faldar færast upp og
niður, mannorðið er
eitt í dag og annað
á morgun. En í heimi
tízkunnar er eitt nafn, sem helzt
óhaggað um ófyrirsjáanlega fram-
tíð — Gabrielle „Coco“ Chanel.
Þó að hún hafi verið alls róðandi
um kvenfatatízku Parísarborgar í
fjóra áratugi, verður hún enn til
þess, að ritstjórar tízkublaðanna
eru síleitandi að nógu sterkum lofs-
yrðum um hana og verk hennar.
Sögusagnirnar um hana eru reyndar
svo áhrifamiklar, að Alan Jay
Lerner, annar höfundur söngleiks-
ins My Fair Lady, er nú að vinna
að söngleik, sem byggður verður
á ævisögu ungfrú Chanel.
„Ég er ekki Fair Lady yðar,“
sagði hún aðvarandi við Lerner,
þegar hann reifaði málið við hana.
„Enginn hefur nokkru sinni sagt
mér fyrir verkum, og vissulega
aldrei hverju ég ætti að klæðast.“
Nei, ungfrú Chanel var engin
Elisa Dolittle. í rauninni er Chanel
sú kona, sem komið hefur fram
8 — N, Y- Times Magazin