Úrval - 01.04.1965, Side 11

Úrval - 01.04.1965, Side 11
TÍZKUSNILLINGURINN „COCO“ CHANEL mestum breytingum í klæðaburði fyrir kvenþjóðina á okkar tímum. Sé konan laus við bryddingar, líf- stykki, strútshatta og píslarvætti, þá er það Chanel að þakka. Ef konan gengur þægilega til fara, eftir tízkunni, i hælbandaskóm, ullar- peysum, léttum síðbuxum eða stutt- um uilsum og getur farið inn i lág- ar bifreiðir og út úr þeim, án þess að hinn kvenlegi þokki liði fyrir það, er Chanel svo fyrir að þakka. Hún sníður fötin eftir vaxtarlaginu og tekur til greina, ef konurnar hafa mikla hreyfingu. „Hún er skyn- samasta konan í Evrópu,“ segir vinur hennar Pablo Picasso. „Ég vil sjá konum fyrir fatnaði, sem þær geta klæðzt árum saman,“ segir hún. „Það er sannur mun- aður.“ Og það er liinn fyrirmyndar Chanel-klæðnaður; hann er sígild- ur, eins og allur frábærlega gerður fatnaður. Uppáhalds dragtin henn- ar, mjög Ijósbrún, er tveggja ára gömul, og Chanel hefur gengið i henni að staðaldri. Chanel klæð- ist henni við hádegisverð, kvöld- verð og við vinnu sína. Engin sýn- ingarstúlka ber Chanel-dragt betur. Lítill, stæltur líkami Chanel „sveifl- ast“, segir hún „milli 103 og 105 ptinda.“ Teinrétt er hún um 160 cm á hæð. Enn þann dag i dag er Chanel furðulega lík unglingsstúlkunni, sem kom til Parísar upp úr alda- mótunum, og hún minnist þess, að i töskunni hennar var þá aðeins einn kjóll. Rödd Chanel er lág og hás, nefið söðulbakað og nasirnar þandar. Hún hefur „litið, svart, svanaliöfuð", sagði Jean Cocteau 9 eitt sinn. Og skáldkonan Colette lét í Ijós, að Chanel hefði „lítið svart tarfshjarta.“ Þegar Chanel er að störfum, stend- ur hún í miðjum vinnusalnum und- ir björtum ljósum. Skæri hanga i langri gúmmísnúru um háls henni, en hverfa í langri perlufesti. Við lilið hennar stendur Lilou, ein að- stoðarstúlka hennar, svo og vinnu- stofustýra. Fyrir framan þær á palli stendur sýningarstúlka. A röð af stólum með gullnum brydding- um og rauðu flauelsáklæði sitja aðrar fyrirsætur og vinnustofustýr- ur, allar klæddar bvítum sloppum. Chanel gefur sýningarstúlkunni bendingu um að koma nær. Hún fer höndum um flíkina með ákveðn- um tilburðum og leitar að línum axlarinnar, mjaðmanna, brjóstanna og bakhlutans. „Sjáðu,“ segir hún við vinnustofustýruna „hér er henn- ar derriére" og klappar á staðinn. „Ekki þarna“ — þar sem fataefnið pokaði. Hún reynir uppbrot á ermi. Það vill ekki leggjast upp auðveldlega. Hún klippir það, svo að það opn- ast meir. Hún reynir ermina meðan fyrirsætan sveiflar arminum. Hún stígur aftur á bak, horfir rannsak- andi á flíkina og sýgur ákaft brjóst- sykur (hún reynir að reykja ekki). Svo kemur síðasta sprengingin. Hún fleygir hárspennu (hair-ho-w) í saumastúlku og hrópar hásri röddu: „Það leit betur út, þegar ég nældi það saman heldur en þeg- ar þú saumaðir það.“ Slik fullkomn- un kostar harðstjórn sem þessa. Skyndilega er vinnustofan orð- in að fyrirlestrarsal: fyrirsæturnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.