Úrval - 01.04.1965, Page 15
f
é
s
Á SEM í fyrstu tók upp
á því aö kalla heimsk-
ingja asna, hefur á-
reiðanlega verið fá-
fróður um asna yfir-
leitt — einkum írska asna. Asninn
er sem sé allt annað en heimskur,
enda þótt hann sé bæði þolinmóð-
ur og hæglátur, og stundum sauð-
þrár. Hann virðir fyrir sér heim
mannannna með rólegum augum,
Asnl
er ekkl
nelnn
asnl
Eftir Gerald V. Kuss.
Smávegis fróðleikur um asnann,
en þó einkanlega um
asnann í írlandi.
sem liann deplar sjaldan, og ber
höfuðið þannig, að það er eins og'
hann sé djúpt hugsi. Stundum
sperrir liann þá eyrun, annað eða
bæði, rétt eins og hann sé með þessu
að leggja áherzlu á einhverja há-
fleyga hugsun....
Ég hefði gainan af að hitta jiann
mann, sem gæti sigrað asna í
keppni um að horfast í augu. Ég
hef reynt það oft og mörgum sinn-
um, cn asninn gefst aldrei upp og
lítur aldrei undan. Augu mannsins
fyllast hinsvegar af tárum og bíða
ósigur.
írar eiga um 75 þúsund asna.
Þeir eru allir jafn þolinmóðir og
horfa á lífið með sama heimspeki-
lega augnaráðinu. Á írlandi er
asninn hestur fátæklingsins og það
er algeng sjón í suður- og vestur-
hluta landsins að sjá asna draga
litla vagna. Þeir eru tiltölulega
þrekmiklar skepnur og á mörgum
Vor Viden
13