Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 17
ASNI ER ENGINN ASNI
15
sem er — allt frá gömlum skóm
og málningunni á hliðstólpanum
upp i hafra og sáðkorn. Veðurbreyt-
ingar skipta hann engu — honum
er sama þó að það sé nistandi kuldi
eða steikjandi hiti, rigning eða
rok. í miklum hitum leitar hann
í skuggann af runna eða tré eða
stendur þolinmóður undir húsvegg.
Og þegar óveðrið kemur œðandi
utan af Atlantshafinu, snýr hann
aðeins bakhlutanum í storminn og
rigninguna, og sýnir höfuðskepn-
unum á þann hátt fyrirlitningu
sina. Asninn getur lifað án matar
og drykkjar í lagan tíma, en hann
cr dauðhræddur við eld eins og
flest önnur dýr.
Asninn er yfirleitt þögult dýr,
en getur þó gefið frá sér hljóð, sem
ekki eiga sinn líka i dýraríkinu.
Maður, sem í fyrsta sinn heyrir
asna rymja, getur vel ímyndað sér
að dýrið líði hryllilegustu kvalir.
Þegar asni fer að rymja fyrir al-
vöru, er það því líkast sem allar
verksmiðjuflautur i heilli stórborg
fari að væla. Hljóðið hækkar og
lækkar með blísturtóni inn á milli;
það er sambland af tröllslegum
hlátri og skerandi ýli, eins og neyð-
aróp fordæmdrar sálar. Og meðan
maðurinn, sem hefur hlustað á
þessi ósköp, er að velta því fyrir
sér, livernig dýrið geti framkallað
þessi óhljóð, veifar asninn halan-
um kæruleysislega og lætur sem
elckert sé.
Frakkar og Bandaríkjamenn hafa
reynt að bæta asnastofninn með