Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 19
Kæri Davíð!
Móðir þín segir mér, að þú sért
í þungu skapi, af því að þú liafir
beðið þér ungrar stúlku og fengið
hryggbrot. Ég er hræddur um að
þér finnist ég harðbrjósta guð-
faðir, en ég get ekki annað en sam-
glaðzt þér með þessi heppilegu
málalok. Þótt ég hafi einlæga sam-
úð með særðum tilfinningum þín-
um, get ég með engu móti vorkennt
vonsvikinni hégómagirnd þinni —
ekki á þessu stigi í lífi þínu. Líkt
og fyrir fimm árum síðan, er þú
14 ára gamall stóðst fast á rétti þin-
um til að eignast kraftmikla kúlu-
byssu, óttast ég að þá sért að reyna
að stytta þér leiðina til fullorðins-
ára'nna með því að skreyta þig með
yfri táknmálum þeirra.
Ég sé af þvi, sem móðir þín seg-
ir mér, að með því að biðja þessa
ungu stúlku um að verða konan þín,
hefur þér fundist þú sýna ábyrgðar-
tilfinningu og alvarlegan ásetning
þinn. Þú hafir íhugað málið og
slegið þvi föstu, að þú værir reiðu-
búinn að setjast að sem kvæntur
maður. Ég vona að þú víkir frá þér
þessari hugmynd sem fyrst, því að
þú getur ekki treyst því, að lánið
sé alltaf með þér; næsta stúlka, sem
þú biður þér til handa gæti verið
svo óvarkár að taka þér. Þegar til
alvörunnar kemur þarf margt fleira
en óskir og ásetning, og til hjóna-
bandsalvörunnar ertu enn ekki
hæfur, til þess ertu of fákunnandi
í öllu öðru.
Svo að ég segi það umbúðalaust,
þá hefur þú aldrei gert neitt fyrir
sjálfan þig, og þú hefur aldrei reynt
hvernig það er, að standa á eigin
I .................. ■
Hvenær er
ungur maður
tilbúinn að
kvænast?
Eftir Anthony West.
Ilreinskilið bréf til 1!) ára
pilts frá heimilisvini.
- _________________________—1
fótum. Á meðan þú veizt ekkert,
hvernig það er, hefur þú engan
rétt til þess að biðja neina konu
að lifa lifinu með þér. Samkvæmt
minni skoðun var bónorð þitt létt-
úðugt og ábyrgðarlaust, af því að
þú gazt ekkert vitað livers virði
það frelsi er, sem þú bauðst til að
afsala þér, né heldur hvers eðlis
þær skyldur eru, sem jsú með þvi
ætlaðir að takast á hendur. Og það
sem verra var, þú varst að því kom-
inn, að gefa annarri mannlegri veru
loforð um, að vera henni stað-
fastur, trúr og tryggur, áður en þú
ert orðinn þannig settur, að þii
getir efnt loforð. Þú hefur enn
ekki öðlazt fullan vöxt, þroska eða
menntun. Sú umbylting í eðli þínu
og skapgerð, sem breytir barninu
í fullþroska mann, stendur nú sem
hæst, og þótt þú feginn vildir, gæt-
— Redbook —
17