Úrval - 01.04.1965, Side 20
18
ÚRVAL
ir þú ekki verið staðfastur gagn-
vart neinum.
Það er ckki svo að skilja að ég
vantreysti þér. Ég er i engum vafa
um, að þegar þú nærð fullum
þroska munt þú hafa til að bera
allar karlmannsdyggðir. En við
skulum lita á nokkrar staðreyndir.
Maðurinn öðlast ekki fullan þroska
á öllum sviðum samtímis. Hann
nær fullum kynþroska löngu áð-
ur en hann verður líkamlega full-
þroska og skapgerðin þroskast enn
síðar. Þú verður ekki orðinn fylli-
lega þú sjálfur, eða farinn að öðl-
ast verulegan skilning á lífinu fyrr
en um 26—28 ára aldur •—• ekki
vegna þess að þú sért öðrum fremur
seinþroska, lieldur blátt áfram af
því, að þannig er þvi farið um flesta
menn. Af þessu þýðingarmikla at-
riði leiðir það: að eftir 10 ár hér
frá verður þú alls ekki sami per-
sónuleikinn, sem þú ert núna. Held-
urðu að barnið, eins og þú ert núna,
sé bezt til þess fallið að velja eig-
inkonu handa manninum, sem þú
átt eftir að verða síðar? Viljirðu
vera heiðarlegur gagnvart sjálfum
þér, held ég að þú neyðist til að
svara því neitandi.
Þetta atriði með þroskann verður
flóknara fyrir það, að náttúran
hagar því svo, að stúlkur iiafa yfir-
leit tilhneigingu til að ná fullum
þroska allt að fjórum til fimm ár-
um fyrr en piltar. Ef þú gengur nú
að eiga 19 ára gamla stúlku, eru
mestar líkur til, að hún hafi náð
fullum þroska þegar þið eruð að-
eins 22—23 ára. Meðan hún sjálf er
enn ekki fullþroska, kann henni
að þykja barnaskapur þinn og
sjálfshygja aðlaðandi, eins og speg-
ilmynd af henni sjálfri. En það er
ekki víst, að henni falli það eins
vel, þegar hún er sjálf orðin full-
þroskuð en þú ekki, ég tala nú ekki
um ef hún hefur þá fætt af sér eitt
eða fleiri börn. Mörg hjónabönd
eins og það, sem þú hafðir í hyggju,
hafa farið út um þúfur, af þeim
sökum.
Mörg önnur hjónabönd, sem kom-
ast yfir það tímabil, þegar konan
nær fullum þroska, stranda hins
vegar, er maðurinn þroskast. Það
verður sökum þess, að pilturinn
er oft hálfgerður heigull, þegar
hann velur sér stúlku. Hann kýs
þá fremur stúlku, sem verði honum
ekki of skæður keppinautur á
gáfnasviðinu, sé að jafnaði fríð
sýnum og sé álíka óþroskuð og hann
sjálfur. Þegar hann svo vex að
vizku og þroska, vill hann eiga
konu með þroskaða skapgerð, sem
hann geti elskað fyrir það, sem
hún er. Þá kann svo að fara, að
honum finnist lifið mcð þeirri
konu, sem laðaði hann að sér sem
dreng, óþolandi tómt og innihalds-
laust.
Ein aðvörun enn: vaxtarlag og
andlitsdrættir breytast og vaxa
cins og sálin, og sá æskubjarmi,
scm gerir svo margar ungar stúlk-
ur aðdáunarverðar, endist ekki
lengi. þegar hann er horfinn koma
hins vegar i ljós gáfur, léttlyndi,
skapgerðarstyrkur og aðrar dyggð-
ir —• eða vöntun þeirra ■—og taka
að hafa sín áhrif á ytra útlit kon-
unnar. Margar ákaflega fallegar
ungar stúlkur verða ósköp hvers-
dagslegar konur. Margar stúlkur