Úrval - 01.04.1965, Side 20

Úrval - 01.04.1965, Side 20
18 ÚRVAL ir þú ekki verið staðfastur gagn- vart neinum. Það er ckki svo að skilja að ég vantreysti þér. Ég er i engum vafa um, að þegar þú nærð fullum þroska munt þú hafa til að bera allar karlmannsdyggðir. En við skulum lita á nokkrar staðreyndir. Maðurinn öðlast ekki fullan þroska á öllum sviðum samtímis. Hann nær fullum kynþroska löngu áð- ur en hann verður líkamlega full- þroska og skapgerðin þroskast enn síðar. Þú verður ekki orðinn fylli- lega þú sjálfur, eða farinn að öðl- ast verulegan skilning á lífinu fyrr en um 26—28 ára aldur •—• ekki vegna þess að þú sért öðrum fremur seinþroska, lieldur blátt áfram af því, að þannig er þvi farið um flesta menn. Af þessu þýðingarmikla at- riði leiðir það: að eftir 10 ár hér frá verður þú alls ekki sami per- sónuleikinn, sem þú ert núna. Held- urðu að barnið, eins og þú ert núna, sé bezt til þess fallið að velja eig- inkonu handa manninum, sem þú átt eftir að verða síðar? Viljirðu vera heiðarlegur gagnvart sjálfum þér, held ég að þú neyðist til að svara því neitandi. Þetta atriði með þroskann verður flóknara fyrir það, að náttúran hagar því svo, að stúlkur iiafa yfir- leit tilhneigingu til að ná fullum þroska allt að fjórum til fimm ár- um fyrr en piltar. Ef þú gengur nú að eiga 19 ára gamla stúlku, eru mestar líkur til, að hún hafi náð fullum þroska þegar þið eruð að- eins 22—23 ára. Meðan hún sjálf er enn ekki fullþroska, kann henni að þykja barnaskapur þinn og sjálfshygja aðlaðandi, eins og speg- ilmynd af henni sjálfri. En það er ekki víst, að henni falli það eins vel, þegar hún er sjálf orðin full- þroskuð en þú ekki, ég tala nú ekki um ef hún hefur þá fætt af sér eitt eða fleiri börn. Mörg hjónabönd eins og það, sem þú hafðir í hyggju, hafa farið út um þúfur, af þeim sökum. Mörg önnur hjónabönd, sem kom- ast yfir það tímabil, þegar konan nær fullum þroska, stranda hins vegar, er maðurinn þroskast. Það verður sökum þess, að pilturinn er oft hálfgerður heigull, þegar hann velur sér stúlku. Hann kýs þá fremur stúlku, sem verði honum ekki of skæður keppinautur á gáfnasviðinu, sé að jafnaði fríð sýnum og sé álíka óþroskuð og hann sjálfur. Þegar hann svo vex að vizku og þroska, vill hann eiga konu með þroskaða skapgerð, sem hann geti elskað fyrir það, sem hún er. Þá kann svo að fara, að honum finnist lifið mcð þeirri konu, sem laðaði hann að sér sem dreng, óþolandi tómt og innihalds- laust. Ein aðvörun enn: vaxtarlag og andlitsdrættir breytast og vaxa cins og sálin, og sá æskubjarmi, scm gerir svo margar ungar stúlk- ur aðdáunarverðar, endist ekki lengi. þegar hann er horfinn koma hins vegar i ljós gáfur, léttlyndi, skapgerðarstyrkur og aðrar dyggð- ir —• eða vöntun þeirra ■—og taka að hafa sín áhrif á ytra útlit kon- unnar. Margar ákaflega fallegar ungar stúlkur verða ósköp hvers- dagslegar konur. Margar stúlkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.