Úrval - 01.04.1965, Síða 29
HIN MIKLA LEIT DU PONTS
27
National Distillers. Enda þótt Du
Pont sé langt á undan þeim keppi-
nautum, sem næst því komast, er
þessi iðnaður, sem hefur alls 35
milljarða dollara umsetningu á ári,
orðinn svo yfirgripsmikill og mann-
margur að hlutur Du Ponts í hon-
um er aðeins 7t4%.
Þörfin fyrir alls konar efnafræði-
vörur, eykst svo ört sökum þess,
að efnafræðiiðnaðurinn stendur
svo mjög undir öllu fjárhagskerfi
Bandaríkjanna. Ef deilt væri jafnt
á alla landsbúa, mundi sérhver
Bandaríkjabúi „nota“ á þessu ári
28 kg af ammóníaki, 29 kg af
þvottasóda, 38 kg af klóri og 91
kg. af brennisteinssýru. Sérhver
nútíma uppgötvun — allt frá kjarn-
orku og þotum til ,,drip-dry“ og
sjónvarps i litum, hvílir á nú-
tíma efnaiðnaði.
Du Pont ættin hefur aldrei gleymt
því, að undirstaðan að 162 ára vel-
gengni þeirra hefur verið lotning
þeirra fyrir visindahæfileikum og
hæfni þeirra til að skapa það and-
rúmsloft, sem leiðir til uppgötvana.
„Við höfum aldrei farið með vís-
indamenn eins og geggjaða, síð-
hærða náunga í bakherberginu,“
segir forseti Du Pont fyrirtækisins.
Finnn af átta varaforsetum þess
og sex af 12 aðalframkvæmdastjór-
um eru doktorar í visindum og
verkfræði.
Hinir 4000 vísindamenn fyrir-
tækisins hafa viðtækt frelsi til að
rannsaka allt milli himins og jarð-
ar. Sumir þeirra fá alls engin fyrir-
mæli frá fyrirtækinu, heldur gera
hverjar þær tilraunir, sem þeir
hafa mestan áhuga á. Þeir taka 600
— 700 einkaleyfi á ári, og afhenda
síðan fyrirtækinu öll einkaleyfis-
réttindin, eins og föst venja er í
öllum iðnaðarfyrirtækjum. Er Du
Pont ýtir undir visindamenn sína
með þvi að veita þeim hlutdeild
í ágóðanum af uppfinningum
þeirra. Með sérstöku bónuskerfi,
sem er ríflegra en hjá flestum öðr-
um fyrirtækjum, greiðir Du Pont
nokkrum visindamönnum árlega
allt að 50 þúsund dollurum hverj-
um, og þannig hafa margir þeirra
með tímanum orðið milljónarar.
Frá sjónarmiði fyrirtækisins er
sjálf uppfinningin ekki eins mik-
ið aðalatriði eins og hitt, að finna
henni hagnýta notkun. Þegar Du
Pont fann upp nýja plastefnið „Sur-
lyn“, varð einum viðskiptavini að
orði: „Þið hafið fengið stórkost-
legasta svar í heimi. Nú er bara
að leita að spurningunum.“ Hve-
nær sem einhver visindamaðurinn
dettur ofan á einhverja merkilega
uppgötvun í tilraunum sínum, hefst
fyrirtækið þegar handa, og sparar
ekkert til, að notfæra sér hana:
fleiri vísindamenn, fleiri stofnanir,
meiri peninga — og umfram allt
meiri tíma og þolinmæði — heldur
en önnur fyrirtæki.
Eitt slíkt atvik gerðist t. d. ný-
lega í þröngum myrkraklefa í Par-
lin i New Jersey, þegar eðlisfræð-
ingurinn R. Kingsley Blake bjó til
nýju Du Ponts Ijósmyndafilmuna,
sem ekki þarf neitt „negativ“ (öfuga
mynd). Blake hafði i nokkra siðustu
mánuðina tekið eftir einkennilegu
fyrirbæri: daufum „positivum“
(réttum) myndum, sem af óskiljan-
legum orsökum komu fram á Ijós-