Úrval - 01.04.1965, Page 32
Ógleymanlegur maður
Þuriður
Guðmundsdóttir
Eítir Vilhjálm S. Vilhjálmsson.
I.
amfélagi okkar mann-
anna má aö vissu leyti
líkja við pýramídana
á Egyptalandi. Þeir
eru eilífir, sköpunar-
verk löngu liðinna kynslóSa, hugar
— og handaverk þúsunda, sem
enginn veit nöfn á. Hver steinn
á sínum staS, krafSist átaka hundr-
aSa manna og áralangs strits. Svita
droparnir eru ótaldir, stunurnar
óskráSar, en verkiS lifir og heldur
áfram aS standa sem vitni og vitn-
isburSur, hvert handtak flytur okk.
ur boSskap um fórnir og elju.
Ég hef um langan aldur veriS
þáttakandi í félagsmálahreyfingu,
sem hefur haft meiri áhrif í nútíS
og nœstu fortiS en nokkuS annaS
félagsmálalegt afl og alltaf hef ég
fundiS til skyldleikans milli hennar
og pýramidanna. Þó aS sagt sé, aS
þessi eSa hinn konungurinn hafi
byggt pýramídana, þá er þaS ekki
nema hálfsögS saga, þvi aS enginn
einn konungur rikti heilt bygging-
artímabil þeirra heldur margir, og
þó aS konungar liafi ef til vill gefiS
út tilskipun um framkvæmdirnar,
þá voru þaS nafnlausir menn, sem
hjuggu grjótiS, röSuSu því í bygg-
inguna og felldu þaS saman.
Enginn einn maSur hefur
byggt upp þá félagsmálahreyfingu,
sem ég drap á, heldur hundruS
manna, sem fáir eSa engir þekkja
nöfnin á. Þó aS nafngreindir séu
foringjar og forgöngumenn, þá áttu
þeir aldrei nema nokkurn hlut aS
sjálfri hyggingunni. ASrir unnu
störfin aS miklu leyti.
Og þannig er samfélagiS og þann-
ig hefur þaS veriS.
ForfeSur okkar byggSu islenzkt
þjóSfélag, ekki aSeins embættis-
maSurinn eSa stórbóndinn, kaup-
maSurinn eSa reiSarinn, heldur
og nafnlaus sjómaSur undir ári eSa
viS aSgerS, kotungurinn upp til
heiSa og fram viS sjó, vinnumaS-
30