Úrval - 01.04.1965, Page 33

Úrval - 01.04.1965, Page 33
ÓfíLEYMANLEGUR MAÐUR 31 urinn og vinnukonan. Allt vnnn þetta fólk sitt hlutverk, hvert á mínum stað, og steinarnir eru marg- ir í byggingunni, sem við njótum, og margir svitadropar hafa fallið og mörg stunan liðið frá mæddu brjósti. Og framtíðin? við sjáum áhrif einstaklinga víða, en önnur áhrif eru ekki eins ljós fyrir sjónum okk- ar. Umkomulaus vinnukona hefur valdið varanlegum áhrifum. Amma við lilóðir hefur skapað sál. Móðir við rokk hefur kveikt neista. Geisl- ar þeirra Ijóma i framtíð þinni og minni og lýsa leið fyrir hinn ó- borna. Og þannig verða áhrifin eilif. Þannig geta þau orðið að máttar- stoðum í byggingunni, sem við vinnum að hvert á sínu sviði. Það er mikils virði að koma auga á þetta. Það getur orðið til þess að vekja manni skilning á þvi hlut- verki, sem við gegnum í samfélags- legu lífi. Þættirnir um ógleymanlegt fólk stefna að þvi. II. Þegar maður er ungur, líða dag- arnir hver af öðrum í ös og önn. Þá verður maður fyrir margvís- legum áhrifum, sem maður veitir þó varla athygli og hverfa úr vit- undinni um leið og þau koma, en lifa samt einhvcrsstaðar innst inni, „streyma sandinn" eins og Einar Benediktsson kemst einhversstaðar að orði. Maður kynnist manni og nýtur samvistar hans, án þess þó að veita því athygli hversu mikið hann gefur manni. Margfalda reynzlu á ég í fórum mínum af þessu fólki. Ég hef kynnzt mörgu fólki, sem ég vissi eklci við kynn- inguna að yrði mér svo minnis- stætt, að það lifði með mér Ianga ævi, en siðar hefur það komið fram stigið fram fyrir sjónum mínum. ég hef séð það ljóslifandi, fylgzt með því á ferli þess meðan það var — og þá hafa augu mín opnazt fyrir því, að ég hafði einmitt þá verið samferða stórmenni. Ég hef kynnst allmörgum konum og mönn- um, sem liafa orðið kunn, og sum meira að segja fræg í þjóðarsög- unni. En ég hef líka kynnzt fólki, sem ekki hefur orðið frægt í neinni sögu, ekki rutt sér eða öðrum til rúms, en gegnt sínu afmarkaða hlutverki, skilað sínu vandasama lífsstarfi af svo mikilli kostgæfni, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Þetta fólk hefur líka numið land, reist musteri, lagt stein i veggi þess, tekið þá upp, klofið þá, slípað og fægt. Og áhrif þess lifa í þér og mér. Það hefur tendrað kyndla, sem varpa birtu langt inn í framtiðina. Það er um eina slíka konu, sem ég ætla að ræða hér, Þuríöi Guð- mundsdóttur, ömmu mína. III. Þuríöur Guðmundsdóttir fæddist að Stærri-bæ i Grímsnesi 24. maí 1840. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmundsson á Stærri- bæ og Guörúnar Ólafsdóttur frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Þuriður ólst upp í foreldrahúsum, en tví- býli var að Stærri-bæ og þegar hún var seytján ára gömul giftist hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.