Úrval - 01.04.1965, Síða 34

Úrval - 01.04.1965, Síða 34
32 ÚRVAL 25. október 1858, Ásgrími Sigurðs- syni, syni mótbýlismanna foreldra Þuríðar. Þegar presturinn lýsti með Þuríði og Ásgrími, kom það sveitungum alveg á óvart. Systur átti Þuríður, sem Þorgerður hét, og höfðu sveitungar um skeið talið víst, að þau Ásgrímur og hún væru að draga sig saman. Gekk þetta svo langt, að sumir sögðu að prest- inum hefðu orðið á mismæli, en það látið standa til þess að forða presti frá lincyksli. Enginn fótur var hins vegar fyrir þessum sögu- burði, en svo lífseigur hefur hann orðið, að afkomendur þeirra, sem þá lifðu og höfðu haft áhuga á mál- inu, hafa fullyrt við mig, að þannig hafi þetta verið. Þorgerður giftist ekki. Hún var alla tíð á heimili systur sinnar. Þau Þuríður og Ásgrímur liófu búskap sama vorið, og bjuggu að Stærri-bæ í tuttugu og citt ár, eða til ársins 1879. Þá fluttu þau út í Grafning, að Stóra-Hálsi og 1897 að Gljúfri í Ölfusi. Þá hóf Jónína dótt- ir þeirra búskap með manni sínum Gissuri Sigurðssyni og tóku þau við heimilinu, en Þuríður og' Ás- grímur voru hjá þeim. Ásgrímur létst á árinu 1902, og varð ekki gamall maður. IV. Ekki þekki ég ættir minar svo vel, að ég geti gert grein fyrir þeim á prenti en ætt ömmu minnar er að einhverju leyti úr Norðurlandi, frá Reynistað í Skagafirði, og mun einn forfeðra minna hafa flutzt það- an til Suðurlands á átjándu öld. Það var dálítið í málfari ömmu minnar, sem vakti mér furðu, en ég man þó ekki hvort ég talaði nokkurntíma um það við hana. Hún bar til dæmis allt af fram orðin mjólk og stúlka að norðlenzkum hætti, en ekki sunnlenzkum, en þó bar hún ekki hv-hljóðið fram eins og Norðlendingar. Hygg ég' að þetta hafi verið arfur frá norðlenzkum forföður og undarlegt, að hann skyldi endast svo lengi. Enginn af- komandi ömmu minnar tók upp þetta málfar hennar. Ásgrímur átti mörg systkini. Ég kynntist honum aldrei. Mér hefur verið sagt, að hann hafi verið framúrskarandi eljumaður, svo dagfarsprúður, að sögur hafa farið af, skipti mjög sjaldan skapi, en ef hann gerði það, þá var það i minnum haft. Hann stundaði útróðra á vertíðum og búskap aðrar árstíðir, eins og venja var, enda ekki um neina aðra atvinnu að ræða. Ásgrímur hafði verið gjörhugull maður, hugsaði mál sitt og rasaði aldrei um ráð fram. Sumir bræðra hans voru ekki við eina fjöl felldir, gáfaðir menn og fróðir, forvitnir um lífsins brota- brot, gleðimenn og sögumenn. Einn bræðra hans, Ólafur, skrifaði lít- inn bækling um lífsstrið sitt, ekki til þess að kvarta opinberlega held- ur til þess að koma að hugmynd- um sínum um endurbætur á þjóð- félaginu til hjálpar umkomuleys- ingjum, — og vildu láta stofna „einhverskonar hjálparsjóðhjáhinu opinbera til þess að koma í veg fyrir að heimili færu á vonar- völ þegar fyrirvinnan félli frá“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.