Úrval - 01.04.1965, Page 35

Úrval - 01.04.1965, Page 35
ÓGLEYMANLEGTJR MAÐUR 33 Hygg ég, að þetta sé eitt fyrsta rit- ið, sem túlkar þau sjónarmið, sem almannatryggingarnar grundvallast á. Þessi bróðir Ásgríms var oft við- loðandi á hinu barnmarga heimili bróður sins, eftir að hann missti konuna frá mörgum börnum og „setti þá allt á annan endann“. Mér er sagt, að amma mín og afi hafi verið mjög lik í skapgerð. Þar rikti jafnvægi, kyrrlát önn, nær- gætni i hvívetna, hugarró. Og þó skorti ekki á erfiðleikana. Þau eign- uðust tuttugu og tvö börn. Þuríður lá tuttugu sængurlegur, eignaðist aðeins tvisvar sinnum tvibura. Hún var heilsuhraust frá upphafi og lá stundum ekki sængurlegur, eins og það var kallað. Samtimakonur hennar og nágrannar, hafa sagt mér, að oft hafi hún verið komin út á tún á þriðja degi frá barnsburði og tekið til starfa af miklum dugn- aði. Eins og að framan getur bjuggu þau Þuríður og Ásgrímur i yfir tuttugu ár að Stærri-bæ. Þar misstu þau tíu börn sin og hvila þau öll í kirkjugarðinum að Mosfelli. Barnaveikin hjó ótt og titt. Mörg barna sinna misstu þau á einni einustu viku. Fyrir nokkrum ár- um blaðaði ég i kirkjubók og las það sem presturinn hafði skráð um heimsóknir dauðans að Stærri-bæ. „Dó úr kverkabólgu,“ „dó úr háls- iltu“, „dó úr hálsbólgu" •— og loks: „Dó úr barnaveiki.“ Þá fyrst virðist eins og sjúkdómurinn, sem kvist- aði niður börnin, hafi fengið það nafn sem siðan hefur verið notað. Flest munu börnin hafa verið heima tólf að tölu, fer það þó dálítið á milli mála. Að sjálfsögðu var oft þröng í búi, en aldrei þurftu þau Ásgrímur og Þuriður á hjálp að halda af hendi hreppsfélagsins. Einu sinni sagði amma min við inig: „Ég var einu sinni mjög fátæk. Þá dóu kýrnar minar úr iniltis- brandi. Einn drengja minna bað mig um mjólk að drekka. Ég rétti honum bolla, en í honum var vatn. Þegar hann fann vatnsbragðið, sló hann bollann úr liendi mér. Þá var ég fátæk.“ — En vinsæl munu þau hjónin hafa verið, því að einn ná- granna þeirra leiddi tvær kýr sín- ar heim til þeirra og gaf þeim. Augu ömmu minnar ljómuðu, er hún minntist á þetta. Og það er ég viss um, að sá bóndi og kona lians hafa notið fyrirbæna ömmu minn- ar upp frá því. Eftir að amma mín varð ekkja, var hún hjá Jónínu dóttur sinni og Gissuri Sigurðssyni, fyrst á Gljúfri, á Kröggólfsstöðum, þá í Reykjahjáleigu og siðan — siðustu ár sín, í Reykjavik, en hún lézt 1934, nitíu og fjögurra ára gömul. Langlífi er í ættinni. Þau börn þeirra hjóna, sem upp komust og ekki urðu fyrir slysum, hafa orðið fjörgömul, komizt á níræðis og tí- ræðisaldur, og einn sonurinn, Jón, lézt í fyrra, tæplega hundrað og tveggja ára að aldri. V Ég sá fyrst ömmu mína á Eyrar- bakka. Þá mun hún hafa átt heima á Kröggólfsstöðum. Foreldrar min- ir munu hafa átt von á því að hún kæmi, því að ég man það, að ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.