Úrval - 01.04.1965, Page 38
Með rannsókn fjölmargra þátta,
svo sem magns cholesterols og
þvagsýru í líkama, þínum,
líkamsbyggingar þinnar og tíðni
þessa kvilla meðal ættingja
þinna, geta læknar nú metið
líkurnar fyrir því,
hvort þú munir fá hjartaslag
og þá hvenær, og enn fremur
gefið þér góð ráð um það,
hvað gera skuli í varnarskyni.
Hjartaslag og varnir gegn þvi
Eftir Menard M. Gertler M.D.
AÐ ER átakanlegt að
sjá mann í blóma lífs-
ins verða hjartaslagi
4—að bráð, mann, sem
SSPqpjr ættingjar og vinir mega
ekki missa, mann, sem þjóðfélag-
ið má ekki missa. Þetta verður
enn átakanlegra, þegar það er haft
i huga með tilliti til nýrrar þekk-
inggar, að ef til vill hefði verið
hægt að koma í veg fyrir lijarta-
slagið eða að minnsta kosti fresta
því, ef varúðarráðstafanir hefðu
verið gerðar i tíma. Nú er sem sé
hægt að sjá, hvað fólk er líklegt
til að fá fyrr eða síður hjartaslag
af völdum kransæðasjúkdóma. Ald-
urinn skiptir þar engu máli. Og
þetta er hægt að sjá, löngu áður
en það er örugglega um seinan.
Kransæðasjúkdómar eru að búa
um sig í 20 ár eða enn lengur, en
samt geta þeir ráðið niðurlögum
fólks án nokkurrar undangenginnar
aðvörunar. Yið getum spáð fyrir
um það, hvenær maðurinn muni
fá hjartaslag, ef ekkert er gert til
þess að koma i veg fyrir það. En
það er samt enn þýðingarmeira,
að nú vitum við, að hljóti maður-
inn rétta meðhöndlun, má fresta
hjartaslagi um mörg ár eða koma
jafnvel algerlega i veg fyrir það.
LÍKUR FYRIR IIJARTASLAGI
Hér fylgir lýsing á þeirri mann-
36
— Readers Digest —