Úrval - 01.04.1965, Síða 40
38
ÚRVAL
sem iniða aS því aS koma í veg fyrir
hjartaslagiS. Og sifellt eru fleiri
læknar nú teknir til aS nota þetta
sem grundvöll fyrir varúSarráð-
stafanir í lækningaskyni.
Þrír manna þeirra, sem komu
í sína árlegu læknisskoSun áriS
1959, eru greinileg dæmi um gildi
þessa kerfis. Þeir voru allir rúm-
lega fimmtugir. Líkur þeirra voru
næstum alveg þær sömu, og þeim
var öllum ráSlagt aS viShafa varúS-
arráSstafanir og fylgja vissum lífs-
reglum til þess aS koma mætti í
veg fyrir hjartaslag. Tveir mann-
anna skeyttu þessum aSvörunum
engu. Annar þeirra dó skyndilega
6 mánuSum síSar úr hráSu hjarta-
slagi. Hinn fékk hjartaslag, sem
hann lifSi aS vísu af, en því miSur
bera hjartavöSvar hans nú merki
hjartaslagsins, og hefur þaS haft
varanleg áhrif á heilsu hans. ÞriSji
maSurinn fylgdi ráSunum, sem
honum voru gefin. ÁSur virtust lík-
urnar fyrir hjartaslagi miklar, en
nú tóku þær aS minnka og lækk-
uSu niSur i það að vera „dálitlar".
Hann heldur áfram að viðhafa þær
varúðarráðstafanir, sem nauðsyn-
legar eru, fylgist vel með líðan sinni
og hefur uppskorið vellíSunar-
kennd aS launum.
IIVAÐ ER HJARTASLAG?
ÞangaS til á síSustu árum álit-
um við, aS hjartaS bilaði skyndilega
vegna hrörnunar þeirrar, er fylgir
ellinni, og að dauSinn væri óhjá-
kvæmileg afleiðing heiftarlegs
hjartaslags. En nokkrir forvitnir
brautrySjendur, þeirra á meðal dr.
White, tóku að velta þvi fyrir sér,
hvort margar skoðanir um sjúk-
dóma þessa kynnu ekki að vera
rangar. Meðal bandariskra her-
manna, sem féllu í Kóreustríðinu,
mátti greina slíkan sjúkdóm á
byrjunarstigi. Og það furðulega var,
að meðalaldur þeirra var aðeins
22 ár. Af þessu var dregin sú á-
lyktun, að þróun þessa sjúkdóms
sé oft hægfara stig af stigi og sjúk-
dóm þennan megi í vissum skiln-
ingi l'lokka með barnaveiki og' öðr-
um smitandi sjúkdómum, þ. e. sem
„pathologiskan", þótt þróun hans
sé miklu meira hægfara.
Hjartaslag á upphaf sitt i krans-
slagæðunum, sem flytja hjartanu
hlóð. Sökudólgurinn er í 95% allra
tilfella sjúkdómur sá, er nefnist
æðakölkun (æðasigg). Þessi sjúk-
dómur hefst með þvi að æðavegg-
ir bólgna svolitið að innan, og má
þar greina gulleit fituefni, þar á
meðal efnið cholesterol. Sjúkdóm-
urinn nær lokastiginu, þegar hrúg-
ur af fitudropum og fitukristöllum
liafa safnazt þar saman og harðna
síðan og taka að skaga það mikið
inn í æðina, að slikt hindrar eðli-
icgt hlóðrennsli um kransæðarnar.
Blettir þessir hafa hrjúft yfirborð,
og þar eru fyrir hendi góðar að-
stæður fyrir myndun blóðtappa.
Myndist blóðtappi og loki hann
alveg slagæðinni, þá mun sá hluti
hjartavöðvans deyja, sem þessi
slagæð og æðakerfi hennar flutti
áður blóð til. Afleiðingin verður
sem sé hjartaslag.
Þessi þróun stendur yfir í mörg
ár, jiangað til svo er komið. Og
greinilcg merki sjúkdómsins, svo
sem verkir i brjóstholi, koma ef