Úrval - 01.04.1965, Side 47

Úrval - 01.04.1965, Side 47
KONUNGUR KRABRANNA 45 kjötinu og fór að hugsa málið. Hann og fjölskylda hans höföu unnið í síldariðnaSinum í 30 ár, en sá iðn- aður virtist nú vera að syngja sitt síðasta vers. Ekki var heldur mögu- legt að komast í skipsrúm á lax- eða línuveiðiskipum. Gat risakrabb- inn ekki orðið grundvöllur nýrra veiða i Alaska? Japanir stunduðu krabbaveiðar af miklu kappi, en enginn vissi hve stór stofninn var. Wakefield samdi við rannsóknar- stofnun eina i Bandaríkjunum um lán á tækjum, svo að-hann gæti haf- ið rannsóknir á risakrabbanum. Hann smíðaði sér 32 feta togbát og eyddi sumrinu í að veiða krabba með dragnót. Faðir Wakefields hafði reist niðursuðuverksmiðju á Kodiakeyju, og nú lokaði sonur- inn sig inni í rannsókarstofu verk- smiðjunnar og fór að reyna nýjar aðferðir við niðursuðu krabbakjöts- ins. Vitneskja manna um risakrabb- ann og lifnaðarhætti hans, byggðist að miklu leyti á þeim rannsókn- um, sem fóru fram í rannsóknar- stofu Wakefields, enda lögðu fiski- fræðingar oft leið sína þangað og stunduðu rannsóknir sínar þar. Það hefur komið i ljós, að risakrabb- inn er engu siður kynlegur í hátt- um sínum en útliti. Enda þótt krabbinn sé t. d. afar vígalegur, er hann algerlega ósjálf- bjarga þegar hann er kominn á þurrt land, því að skrokkurinn er svo þungur, eð hann getur ekki fært sig úr stað nema sjórinn haldi honum uppi. Þetta má líka teljast heppilegt, því að í náttúrlegu um- hverfi sínu, á hafsbotninum, getur risakrabbinn molað hörpudisk eins og eggjaskurn með gripörmunum. Risakrabbinn byrjar ævi sína sem örsmá lífvera, en nær fullum þroska á 18 mánuðum. Hann skrið- ur úr skelinni einu sinni á ári, og liggur þá kyrr, berskjaldaður og varnarlaus i rúma tvo sólarhringa. Þá fer ný skel að myndast og hún harðnar á tíu dögum, en að því búnu getur hann aftur farið að leita sér að æti á hafsbotninum i Alaskaflóa og Beringssundi. Hann lifir aðallega á svifi, litlum skeldýr- um og ígulkerjum. Talið er að hann geti orðið allt að þrjátíu ára gam- all. Enda þótt mörg þúsund einstakl- ingar séu í hverri krabbatorfu, eru flestir af sama kyni og á líkum aldri. Krabbinn getur farið allt að 100 inílna vegalengd eftir hafs- botninum á ári, og er það ótrúlega langt þegar þess er gætt, hve klunnalegur hann er og seinfær. Tæplega tveggja ára verður krabbinn kynþroska og þá hefjast, furðulegar aðfarir í sambandi við æxlunina. Á vorin, þegar torfurn- ar hittast á grynningavatni, leitar hvert karldýr uppi kvendýr, sem er i þann veginn að losa sig úr skel- inni. Iíarldýrið grípur kvenkrabb- ann og dregur hann eftir botn- inuin, oft i marga daga, unz skelin losnar. Síðan frjóvgar makinn egg kvendýrsins, sem það ber í poka á kviðnum, oft mörg hundruð þús- und talsins. Þá er hlutverki karl- dýrsins lokið, og það hverfur á brott í leit að nýjum maka, en ung- arnir klekjast út að ári liðnu. Á styrjaldarárunum hélt Wake-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.