Úrval - 01.04.1965, Side 47
KONUNGUR KRABRANNA
45
kjötinu og fór að hugsa málið. Hann
og fjölskylda hans höföu unnið í
síldariðnaSinum í 30 ár, en sá iðn-
aður virtist nú vera að syngja sitt
síðasta vers. Ekki var heldur mögu-
legt að komast í skipsrúm á lax-
eða línuveiðiskipum. Gat risakrabb-
inn ekki orðið grundvöllur nýrra
veiða i Alaska? Japanir stunduðu
krabbaveiðar af miklu kappi, en
enginn vissi hve stór stofninn var.
Wakefield samdi við rannsóknar-
stofnun eina i Bandaríkjunum um
lán á tækjum, svo að-hann gæti haf-
ið rannsóknir á risakrabbanum.
Hann smíðaði sér 32 feta togbát
og eyddi sumrinu í að veiða krabba
með dragnót. Faðir Wakefields
hafði reist niðursuðuverksmiðju á
Kodiakeyju, og nú lokaði sonur-
inn sig inni í rannsókarstofu verk-
smiðjunnar og fór að reyna nýjar
aðferðir við niðursuðu krabbakjöts-
ins.
Vitneskja manna um risakrabb-
ann og lifnaðarhætti hans, byggðist
að miklu leyti á þeim rannsókn-
um, sem fóru fram í rannsóknar-
stofu Wakefields, enda lögðu fiski-
fræðingar oft leið sína þangað og
stunduðu rannsóknir sínar þar. Það
hefur komið i ljós, að risakrabb-
inn er engu siður kynlegur í hátt-
um sínum en útliti.
Enda þótt krabbinn sé t. d. afar
vígalegur, er hann algerlega ósjálf-
bjarga þegar hann er kominn á
þurrt land, því að skrokkurinn er
svo þungur, eð hann getur ekki
fært sig úr stað nema sjórinn haldi
honum uppi. Þetta má líka teljast
heppilegt, því að í náttúrlegu um-
hverfi sínu, á hafsbotninum, getur
risakrabbinn molað hörpudisk eins
og eggjaskurn með gripörmunum.
Risakrabbinn byrjar ævi sína
sem örsmá lífvera, en nær fullum
þroska á 18 mánuðum. Hann skrið-
ur úr skelinni einu sinni á ári, og
liggur þá kyrr, berskjaldaður og
varnarlaus i rúma tvo sólarhringa.
Þá fer ný skel að myndast og hún
harðnar á tíu dögum, en að því
búnu getur hann aftur farið að
leita sér að æti á hafsbotninum i
Alaskaflóa og Beringssundi. Hann
lifir aðallega á svifi, litlum skeldýr-
um og ígulkerjum. Talið er að hann
geti orðið allt að þrjátíu ára gam-
all.
Enda þótt mörg þúsund einstakl-
ingar séu í hverri krabbatorfu, eru
flestir af sama kyni og á líkum
aldri. Krabbinn getur farið allt að
100 inílna vegalengd eftir hafs-
botninum á ári, og er það ótrúlega
langt þegar þess er gætt, hve
klunnalegur hann er og seinfær.
Tæplega tveggja ára verður
krabbinn kynþroska og þá hefjast,
furðulegar aðfarir í sambandi við
æxlunina. Á vorin, þegar torfurn-
ar hittast á grynningavatni, leitar
hvert karldýr uppi kvendýr, sem
er i þann veginn að losa sig úr skel-
inni. Iíarldýrið grípur kvenkrabb-
ann og dregur hann eftir botn-
inuin, oft i marga daga, unz skelin
losnar. Síðan frjóvgar makinn egg
kvendýrsins, sem það ber í poka á
kviðnum, oft mörg hundruð þús-
und talsins. Þá er hlutverki karl-
dýrsins lokið, og það hverfur á
brott í leit að nýjum maka, en ung-
arnir klekjast út að ári liðnu.
Á styrjaldarárunum hélt Wake-