Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 62
BEIRIT
BORG FJÁRMUNA OG LEYNDARDÖMA
Eftir Georg Kent.
EIRUT, höfuðborg Lib-
anon og hafnarborg
hinna víSáttumiklu,
sendnu upplanda Ar-
abaþjóðanna, er heims-
ins áhrifaríkasta borg. Þar er hring-
iða trúarbragða, siðmenningarhátta,
leynistarfsemi og mikilla and-
stæðna. Konur huldar blæjum upp
að augum skjótast fram með bað-
strönd, þar sem stúlkur í bikini-
baðfötum liggja makindalega. Ar-
abahöfðingjar, sem eitt sinn höfðu
úlfalda til reiðar, aka nú Cadillac
bifreiðum. í fínum kokkteilboðum
má sjá heilan kindarskrokk á
steikarteini, og drykkir eru bornir
fram af mönnum með rauðar, tyrk-
neskar húfur á höfði og klæddum
pokabuxum. Skýjakljúfar rísa hrað-
ar í Beirut en i New York. Þar eru
bankar með tekkloftum og mar-
maraborðum. Einnig eru þar að
finna sóðalegar skrifstofur, þar
sem menn í trosnum skyrtum hrópa
i síma, selja heila skipsfarma og
gera viðslcipti, er hljóða upp á
milljónir.
Þó að Bcirut sé arabísk borg
skiptist hún sem næst til helminga
milli kristinna manna og Múham-
eðstrúarmanna. Á götum borgarinn-
ar gang'a hlið við hlið grískir rétt-
trúnaðarprestar og skikkjuklædd-
ir Múhameðstrúar prestar; róm-
versk kaþólskir prestar og klerkar
mótmælenda, og endrum og eins
kennimenn Gyðinga. (Þótt Beirut
sé í nábýli við Arabalöndin, sem
eru ofsalega óvinveitt Israel, búa í
borginni 2000 Gyðingar, sem hafa
lifað þar í aldir og eru látnir ó-
áreittir).
Þetta er staður fyrir þann, sem
getur verið án svefns. Á hvaða tíma
sólarhringsins, er hægt að kaupa
mat eða drykk, skipta við banka,
taka á leigu íbúð, kaupa hatt, tala
við lögfræðing, selja hús eða fara
á dansstað. Miðað við mannfjölda
eru lleiri bankar i Beirut en í
Svisslandi, fleiri veitingahús en í
París, fleiri knæpur en í Port Said.
Þarna mætast Austur og Vcstur og
heyra má hljóð í góðmálmi — það
hringlar í peningum og glymur í
60
Readers Digest —