Úrval - 01.04.1965, Page 67
Geislavirkt úrfall -
í dag, I gær, á morgun
Höfundur þessarcir greinar er meðíimur
nefndar vísindamanna,
sem rannsaka geislavirkt úrfall á vegum Sameiniiðu
þjóðanna. K
MiíUxs RIi) 1954j eftir að marg.
ar kjarnorkusprengju-
tilraunir höfðu farið
---------- fram, vöktu vísinda-
SJlMUlMíöl menn athygii almenn-
ings á þeirri staðreynd, að ekki
einungis andrúmsloftið, heldur
einnig höf og lönd, væri tekið að
eitrast af geislavirku úrfalli.
Þeir skýrðu svo frá, að mikið
magn geislavirkra efna bærist út
í andrúmsloftið við hverja sprengju
og dreifðist síðan yfir jörðina með
loftstraumum, síðan sygju jurtirnar
í sig þessi geislavirku efni og með
jurtafæðunni komast þau brátt í
líkama manna og dýra.
Margir vísindamenn vöruðu við
þeirri hættu, sem aukin geislavirkni
gæti haft í för með sér fyrir mann-
kynið, og hvöttu eindregið til þess,
að hætt yrði tilraunum með kjarn-
orku- og vetnissprengjur.
Árið 1955 var skipuð nefnd á
vegum SÞ og voru nefndarmenn
frá fimmtán löndum og úr hópi
færustu vísindamanna. Hlutverk
nefndarinnar var að rannsaka á-
hrif hins geislavirka úrfalls á
heilsufar manna. Nefndin birti
skýrslu sína á allsherjarþingi SÞ
1958, og voru niðurstöður hennar
á þá leið, að ef tilraunasprenging-
um yrði haldið áfram í sama mæli
og 1954, mundu hundruð þúsunda
manna bíða bana vegna sjúklegra
breytinga á erfðastofnum likams-
frumanna eða verða hvítblæði eða
öðrum krabbameinssjúkdómum að
bráð, en orsökin væri aukin geisla-
virkni umhverfisins. Jafnframt
hlyti vígbúnaðarkapphlaupið að
hafa í för með sér stöðugt öflugri
tilraunasprengingar, en þær leiddu
aftur af sér æ meiri eitrun and-
rúmsloftsins og yfirborðs jarðar -—
og að lokum mannslíkamans.
Þegar kjarnorkusprengja — og
þá einkum vetnissprengja — spring-
ur i andrúmsloftinu, losna ógrynnin
öll að nevtrónum, sem breyta köfn-
unarefni loftsins í geislavirkt kol-
efni — C 14. Að vísu hefur alltaf
verið dálítið magn af C-14 i and-
rúmsloftinu, en það hefur mynd-
ast fyrir áhrif geimgeisla. Þegar
tilraunasprengingarnar komu til
sögunnar, jókst C-14 magnið stór-
— Unesco Currier
65