Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
kostlega. Rannsóknirnar 1958
leiddu í ljós, að það var þá orðið
30% meira en eðlilegt gat talizt,
og 1962 var það orðið 90% yfir
meðallag.
Við kjarnorkusprengingar mynd-
ast líka milcið magn af tveim öðrum
geislavirkum efnum: strontium-90
og cæsium-137. Magnið af stront-
iuin-90 nærri tvöfaldaðist við
sprengingarnar árin 1961—62 og
svipuðu máíi gegndi um cæsium-
137. .Bæði þessi efni eru lífseigir
ísótópar — minnka um helming á
30 árum — og berast auðveldlega
í mannslíkamann með fæðunni og
valda þar langvarandi og hættulegri
geislun.
Þegar kjarnorkusprenging á sér
stað, eykst geislavirkni umhverfis-
ins einnig af skamlífum ísótópum
(t.d. joð-131), sem mjólk er sér-
staklega næm fyrir og hefur því
einkum heilsuspillandi áhrif á
börn. Magnið af geislavirku joði í
mjólk óx milíið á árum tilrauna-
sprenginganna. Hættan, sem vísind-
in höfðu varað við, óx ár frá ári.
Arið 1962 tilkynnti Vísindanefnd
SÞ allsherjarþinginu, að tafartaust
bann við kjarnorkusprengingum
væri tífsnauðsyn fyrir allt mann-
kyn.
Það var því ekki að ófyrirsynju
að menn fögnuðu Moskvusamningn-
um, sem bannaði tilraunasprenging-
ar í andrúmsloftinu, neðansjávar og
í geimnum. Það er þessum samningi
að þakka, að síðustu árin hafa
engin geislavirk efni frá kjarnorku-
sprengingum eitrað umhverfið —
þar til Kínverjar sprengdu fyrstu
sprengju sína í október 1964.
Nú kunna menn að spyrja: Hefur
þetta valdið nokkurri breytingu á
geisluninni, sem við höfum orðið
fyrir á þessu timabili? Vísinda-
nefnd SÞ hefur lýst yfir, að mörg
geislavirk efni, sem berast i manns-
líkamann, hafi minnkað, einkum
að því er snertir börn, t. d. hafi
skammlifir geislavirkir ísótópar
minnkað verulega frá því sem áður
var. Árin 1963—64 var meðaltal
geislavirkra efna í mannslikaman-
um ekki nema um 1 % af þvi sem
þar var 1961—62, þegar tilrauna-
sprengingar voru í algleymingi. í
árslok 1964 ættu liin skammlifu
geislavirku efni að vera horfin eða
því sem næst (hér er kínverska
sprengingin ekki tekin með i reikn-
inginn). Hin geislavirku efni,
strontium-90 og cæsium-137, skapa
meira vandamál. Miklar og nákvæm-
ar rannsóknir á þessu sviði síð-
asta áratuginn benda til þess, að
úrfallið úr neðri loftlögunum ha'ld-
ist óbreytt í 12—18 mánuði, en