Úrval - 01.04.1965, Side 69
GEISLA VÍRKT ÚRFALL
67
miklu lengur úr efri loftlögunum
eða a.m.k. þrjú ár.
Aðalmagniö af geislavirkum efn-
um úr sprengingunuin 1961—62
kom fram sem úrfall á árinu 1963,
ein vegna tilraunabannsins ætti úr-
fallið að verða um 30% minna 1964
en árið á undan.
Þegar á það er litið, að hin geisla-
virku efni haldast í andrúmsloftinu
í tvö ár að meðaltali, er hægt að
fullyrða, að úrfall af strontium-90
og cæsium-137 mun fara verulega
minnkandi frá árinu 1965, en hins-
vegar mun magnið af þessum efnum
í jarðveginum fara vaxandi næstu
þrjú til fjögur árin; þá munu jiau
að óhreyttum aðstæðum fara hrað-
minnkandi.
En enda þótt magnið af þessum
geislavirku efnum aukist í jarðveg-
inum, mun miklu minna berast af
þeim í fólk en á árinu 1962—63.
Astæðan er sú, að þessi efni komast
í jurtirnar eftir tveim leiðum. Með
rótunum vinna jurtir kalk úr jörð-
inni og einnig geislavirkt strontium,
sem er efnafræðilega svipað. Ræt-
urnar sjúga líka upp cæsium-137
með kalium. Þessi tvíþætta starf-
semi jurtanna mun halda áfram
enn í nokkurn tima. Öðru máli
gegnir um geislavirlca úrfallið, sem
sezt á blöð jurtanna; því að þá
verða áhrifin miklu meiri og örari.
Á árum tilraunasprenginganna staf-
aði eitrun gróðursins þannig aðal-
lega al' nýju úrfalli. Vegna tilrauna-
bannsins var geislavirka úrfallið
þegar tekið að minnka árið 1964
og enn meira mun draga úr því
á þessu ári, en af því leiðir, að
mengun matar og drylckjar af geisla-
virkum efnum mun einnig fara
minnkandi, og jieim mun meir, sem
lengra líður.
Hið geislavirka kolefni, C-14,
mun líka hverfa smámsaman. SÞ-
nefndin hefur áætlað, að verði
Moskvusáttmálinn haldinn, muni
magnið al’ C-14 lækka ur 85% árið
1964 í 60% 1969, og verði komið
niður í 3% um næstu aldamót.
Þar sem börn eru næmust fyrir
áhrifum geislavirkra efna, hefur
það þótt ískyggilegt, hve mikið af
geislavirku joði, strontium og cæs-
ium hefur borizt í börn með mjólk,
og að strontiuin-90 hefur fundizt
í beinum barna í sívaxandi mæli,
en nú er fæða þeirra sem betur fer
að verða ómenguð af þessum skað-
legu efnum. Mjólkin er nú orðin
laus við geislavirka joðið og magn
hinna efnanna tveggja fer minnk-
andi.
Mörg þúsund börn hefðu eflaust
orðið fórnarlömb sjúkdóma og van-
sköpunar, ef tilraunasprengingun-
um befði verið haldið áfram, og
óteljandi margir aðrir munu á
næstu árum eiga Moskvusamningn
um líf sitt að launa.
Moskvusáttmálinn markar fyrsta
sporið í þá átt að draga úr spenn-
unni í alþjóðamálum, og hann vek-
ur þá von, að unnt verði að kom-
ast hjá kjarnorkustyrjöld og að
samningar geti tekizt um almenna
og algera afvopnun — takmark
allra þeirra, sem láta sig framtið
mannkynsins einhverju skipta.