Úrval - 01.04.1965, Side 70
G8
ÚRVAL
Vandaðu mál þitt
Hér fara á eftir 14 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að fara á höm: að elta, að ganga aftur á bak, að stytta sér leið, að fara
skáhallt, að beygja fram hjá e-u, að spretta úr spori, að fara undan í
flæmingi. Hvað merkir orðið höm?
2. ótta: kl. 6 að morgni, geigur, kl. 3 að nóttu, kl. 3 síðdegis, kl. 6 síðdegis,
sæti ræðara, dögun, sólsetur.
3. að dægra: að liggja í rúminu allan daginn, að stytta sér stundir, að geyma
í eitt dægur, að verða strandaglópur, að vaka dægrum saman, að stein-
renna (verða að steini), að hverfa.
4. gaupn: ihvolfur lófi, handarbak, krepptur hnefi, skaut, barmur, athygli,
urmull, hugur, þungir þankar, þunglyndi, dýr.
5. að verða að broðhlaupi: að bráðna, að verða máttlaus, að verða hræddur,
að verða orðlaus, að verða ofsareiður, að stikna, að kikna undir e-u. Hvað
merkir orðið broðhlaup?
6. agg: þræta, gremja, metingur, nöldur, aðfinnslur, skammir, hróp, viður-
eign, slór, þvæla, slúður, ofsókn, beita.
7. vomur: kölski, hik, raumur, ófreskja, draugur, horfur, dóni, feigur, und-
anbrögð, ógn.
8. væða: vað, torfa, dögg, döggvott gras, ásókn, bleyða, hirðuleysingi, undir-
ferli, pyttur, ábreiða.
9. fiskifjórðungur: 25 pund af fiski, 25 kg, 10 pund, 5 pund, 250 pund, 250 kg,
10 kg, 25 tonn, 250 tonn.
10. að skilja til um e-ð: að setja e-ð sem skilyrði, að leggja áherzlu á e-ð, að
taka e-ð fram, að skilja eitthvað fyllilega, að skírskota til e-s, að gera
undantekningu um e-ð, að skilja á milli, að gerast milligöngumaður.
11. að kaga: að skjögra, að skálma, að vagga, að skyggnast um, að rífast, að
ganga langt fram, að gnæfa, að sýna yfirgang, að masa, að hæðast að.
12. ljóri: konungur, gluggi, reykop, bjrmi, galli, bragur, birta, stjaki, högg,
sláni, ljúflingur, nári, legufæri.
13. að minnast við e-n: að kyssa e-n, að minnast e-s, að minnast á e-n, að
minna e-n á e-ð, að ræða gamlar minningar við e-n, að lofa e-m, að hans
skuli minnzt, að reyna að muna eftir e-m, að biðja e-n um að gera e-ð,
að lofa e-m að gera e-ð fyrir hann.
14. miskur: vorkunn, mistur, rykö'gn, dýr, glöggur, sparsamur, grunur, dimma,
mein, galli, blaður, ótti, óþægindi.
Lausn á bls. 89.