Úrval - 01.04.1965, Page 71
Abraham Lincoln var fæddur 12. febrúar
1809. A8 kvöldi 11/.. apríl 1865 eöa fyrir
hundraö árum síðan, var hann skotinn
banasárinu í Fordleikhúsinu í Washington
og lézt af þessum skotsárum snemma næsta
morgun.
ABRMAM LINCOLN
15. apríl 1865-1965
Eftir Ian Fellowes—Gordon.
AÐ YAR föstudagurinn
langi, 14. apríl, og
dásamlegur vordagur
— sjötti friðardagur-
inn eftir lok borgara-
stirjaldarinnar. Mikill fjöldi fólks
beið enn fyrir framan Hvíta húsið
i von um að fá að sjá forsetann,
sem hafði veitt þjóð sinni svo
giftudrjúga forustu í fjögurra ára
ófriði. Hann hafði birzt aðeins einu
sinni um daginn og skeggjað and-
litið liafði ljómað af brosi. Fólkið
hafði vonað, að hann mundi veifa
hinum hertekna fána Suðurrikj-
anna, eins og hann liafði gert dag-
inn sem Lee hershöfðingi gafst
upp hjá Appmattox, en hann hafði
ekki komið út úr skrifstofu sinni
allan morguninn. Það hafði verið
haldinn ráðuneytisfundur klukkan
ellefu, og almælt var, að Lincoln
hefði krafizt þess að hinum sigruðu
Suðurrikjum yrði sýnd vægð, eink-
um hermönnunum. Hann hafði
undirritað tvær náðanir, aðra fyrir
njósnara frá Suðurríkjunum, hina
fyrir liðhlaupa úr sinum eigin her:
,,Ég held að pilturinn g'eti gert okk-
ur meira gagn ofanjarðar en neð-
an....“ Seinna hafði hann sézt
fara í ökuferð með konu sinni, og
þar sem það var á margra vitorði
að sambúð þeirra var ekki sem
bezt, var það, ásamt góða veðrinu,
talinn góður fyrirboði um annað
valdatímabil þessa mikla manns,
en það var rétt nýbyrjað.
Það var komið sólsetur og þoka
lögst yfir borgina þegar vagn Linc-
olns staðnæmdist fyrir framan
Fordleikhúsið, þar sem Lára Keen
lék í „Our American Cousin“.
Klukkan var hálf níu þegar Chorl-
es Forbes stöðvaði vagninn. Þau
voru sein, en það hafði verið búizt
við því, því að svo mörgu hafði
verið að sinna um daginn. Leiksýn-
ingin var stöðvuð og áhorfendur
fögnuðu, þegar forsetinn gekk inn
I. Fellowes—Gordon
G9