Úrval - 01.04.1965, Side 77
MARGRETAR SAGA
Og
FERILL HENNAR
Á ÍSLANDI
Eftir Jón Steffensen.
A G A N A F Margrétu
meyju frá Antiochiu er
ein meSal margra dýr-
lingasagna kaþólsku
kirkjunnar, er fluttust
með henni til íslands, eflaust upp-
haflega í latneskum búningi, en
var snemma snúið á islenzka tungu,
eða ú 12. öld að áliti Ungers. Af
þessum þýðingum eru til mörg
handrit frá dögum kaþólsks sið-
ar í landinu (fyrir 1550), að vísu
mjög mismörg eftir því, hver sag'-
an er. Er það ekkert tiltökumúl,
þvi getur ráðið mismikil trú á
dýrlingunum eða einungis tilvilj-
un um geymd handritanna. En
það er athyglisvert, að Margrétar
saga skuli hafa verið afrituð marg-
sinnis eftir siðaskiptin á fslandi,
og er hún um þetta atriði einstæð
meðal sagnanna af helgum meyj-
um. Þetta er ástæðan fyrir því, að
ég fór að gefa þessari sögu nán-
ari gaum, sem annars við laus-
legan lestur virðist ekki hafa neitt
það til að bera fram yfir hinar
dýrlingasögurnar, hvorki að efni
né snilli þýðingarinnar, er rétt-
lætt gæti þennan langa aldur henn-
ar með íslenzkri alþýðu, löngu eftir
að ætla má, að hún væri hætt að
ákalla dýrlingana.
Samkvæmt handritaskrám þeirra
fjögurra safna á Norðurlöndum,
er varðveita velflest hinna fornu
íslenzku handrita, er fjöldi þeirra
af hverri einstakri sögu helgra
meyja, sem hér segir: af Maríu sögu
meyjar 28 handrit, Margrétar sögu
14, Agnesar sögu sjö, og af sjö öðr-
um sögum eru handritin færri. Þau
eru öll talin rituð á timum kaþólsks
siðar eða nánar tiltekið á 13. öld
Læknablaðið —
75