Úrval - 01.04.1965, Side 83
81
MARGRÉTAR SAGA OG FERILL HENNAR ...
og fram kemur hjá Guðmundi Ein-
arssyni í Hugrás, enda bendir liin
sérkennilega aldursdreifing hand-
ritanna af Margrétar sögu til þess.
Galdramálin á íslandi ná yfir
tímabilið 1554—1719, eða 166 ár,
en frá því tímabili er aðeins til eitt
liandrit af Margrétar sögu af þeim
39, sem handritaskrárnar taka til.
Það er handrit Magnúsar Jónsson-
ar í Vigur, sem skráin telur ritað
1660—1680. Þegar því sieppir, er
ekkert handritanna úr lúthersku
eldra en frá því um 1750, en frá
þeim tíma til 1895 eru þau 24, og
úr kaþólsku eru þau 14. Það leynir
sér ekki, að á galdraöldinni leggst
afritun Margrétar sögu niður, en
þegar ómurinn af síðasta galdramál-
inu er hljóðnaður, er aftur tekið
til við að rita söguna.
Trúin á ágæti Margrétar sögu
við fæðingar hefur sýnilega lifað
af galdrabálin, enda átti sagan ekki
við volduga keppinauta að etja í
raunhæfum aðgerðum við jóðsjúk-
ar konur á þeim tímum, eins og
bezt kemur fram af Handbók presta
frá 1826. En þar segir svo um ljós-
mæður, og er þá farið eftir „Dan-
marks og Norges Kirke-Ritual“ frá
1685, sem einnig gilti fyrir ísland:
„hverr prestur í sinni sókn á þær
að uppfræða, hvernig þær skuli
hegða sér við móðirina og fóstrið.
1. Að þær viti rétt að hugga óléttar
konur, sem eru komnar að falli
og áminna til þakklætis við Guð,
fyrir það að þær eru blessaðar með
lífs ávexti....“, „en skyldi koma
þar að, þær sýndust vera staddar
í lífsháska, að þær feli sig Guði með
þeim öðrum, sem bera hans kross.
Þó skyldi spart ræða hér um, nema
lifsháski væri sýnilegur“ . . . .„skul-
uð þér einungis brúka við móður-
ina og barnið bænina og leyfileg,
náttúrleg, kristileg meðöl, en ekki
nokkur óguðleg, hjátrúarfull eða
óleyfileg, heldur opinbera, ef nokk-
urr brúkar þau“ (Handbók presta,
296.—301. bls.).
Trúlega hefur Margrétarsaga ver-
ið talin til hjátrúarfullra, óleyfi-
legra meðala, en það mun ekki lá-
andi fáfróðum almenningi, þó að
hann gripi til sögunnar jóðsjúkri
konu í lífsháska til bjargar, þegar
allar bænir og náttúrleg meðöl
höfðu brugðizt og eitt eftir, að kon-
an „feli sig Guði með þeim öðrum,
sem bera hans kross.
Hlerað að tjaldabaki leikhúss eins á Broadway: „Ég segi kannski
ekki beinlínis, að hann sé alger eigingirnisseggur, sem ekkert sjái ann-
að en sjálfan sig, en hann vill a.m.k. ekki fara í heitt steypibað, vegna
þess að þá sezt móða á spegilinn." Bennett Cerf
Það er ekkert, sem ég er eins hræddur við og hrætt fólk.
Robert Frost