Úrval - 01.04.1965, Page 85
HEIMSÓKNIN, SEM EKKERTVARÐ AF
þér heim í íbúðarhúsið til að hvíla
yður og hitta fjölskyldu forsetans;
því næst verður yður fenginn hæfi-
lega stór kúrekahattur og kúreka-
stígvél.“
„Ég hef sprengjuna. Ég þarf ekki
að fara.“
„En, herra forseti, Erhard kansl-
ari fór. Síðan verður yður og frú
de Gaulle boðið til barbecue (úti-
máttiðar).“
„Hvað er barbecue?"
„Það er vesturheimskur mið-
degisverður, þar sem framreitt er
svínsrif, pylsur, nautsbringa og
kjúklingalæri, soðin yfir reykeldi
og smurð með sjóðheitri sósu. Þetta
er borið fram með heitum shili-
baunum og sýrðu kexi. í eftirmat
verður bökuð eplaskorpusteik og
með henni borið lútsterkt kaffi.“
„Ég fer ekkert, og ég ætla líka
að segja mig úr NATO.“
„Herra forseti, ambassador vor
segir, að það sé mjög áriðandi, að
þér og forsetinn tyllið ykkur niður
og ræðist við.“
„Hvenær gerum við það?“
„Að líkindum er þér hafið skráð
83
nafn yðar á steinsteypuhelluna fyrir
framan íbúðarhúsið.“
„Hvað er það?“
„Þér verðið að leggjast á hnén
og skrá nafn yðar á steypta hellu.
Það kemur í stað þess að leggja
krans.“
„Herra ráðherra, ég sé ekki annað
en að ég verði að æskja þess, að
þér biðjist lausnar.“
„Ég er aðeins að endurtaka það,
sem stendur í skeytinu.“
„En hvenær kemur að því að ég
fái að tala við forsetann?“
„Strax el'tir hundasýninguna.
Þér munið sjá æfða smalahunda
safna saman fénu á búgarðinum.
Það er mjög áhrifamikil sjón. Síð-
an koma samræðurnar. Að því
loknu verður sameiginlegur blaða-
mannafundur, sem haldinn verður
á heypoka, og' samkvæmt siðvenju
er vonast til, að þér berið þá kú-
rekahattinn.*
„Er þetta allt og sumt?“
„Það er eitt atriði enn. Ambassa-
dorinn langar til að vita, hvernig
yður falli að koma á hestbak?
Gamanleikkonan Phyllis Diller segir, að maðurinn hennar hafi allt-
af verið á þeirri skoðun, að hjónabandið og ævistarfið fari ekki vel
saman.... og svo bætir hún við: „Og Þess vegna hefur hann aldrei
unnið.“ Earl Wilson
Lífinu má líkja við það, að leikinn sé einleikur á fiðlu á almanna-
færi og lært á hljóðfærið jafnóðum.
Samuel Butler