Úrval - 01.04.1965, Side 90

Úrval - 01.04.1965, Side 90
88 ÚRVAL Hleypið af!“ Hróp þetta gall við, en ekkert skot heyrðist. „Menn fimmtu herdeildarinnar,“ kvað við rödd nokkur, „ég er keis- ari ykkar.“ Enn heyrðist ekkert skothljóð. Og hann kom enn nær þeim og svipti frá sér frakkanum. Og rólega röddin liélt áfram máli sínu: „Sé einhver ykkar á meðal, sem myndi drepa keisara sinn, þá stend ég hér.“ Þetta batt endi á hina löngu þögn. Hrópið „Vive l’Empereur!“ (Lifi keisarinn) kvað nú við á báða bóga, er hermennirnir þutu fram í óskipulegri fylkingu. Þeir þyrptust umhverfis hann, snertu sverð hans og frakka, jafnvel stigvél hans. Þolrauninni var lokið. Það var augsýnilegt, að hinir ó- breyttu hermenn konungs fylgdu allir Napóleon að málum. Þegar fregnirnar af undankomu hans frá Elbu bárust til Vínarborg- ar, sátu stjórnendur meginlandsins þar enn að samningaborði. (Ef til vill voru helztu mistök allrar þess- arar áætlunar Napóleons sú trú hans, að Vínarfundinum hefði ver- ið frestað). Þjóðhöfðingjar þessir hraddust hinar „óróavekjandi og byltingarkenndu áætlanir“ Napó- leons og lýstu því allir yfir, að þeir væru reiðubúnir að fylkja enn á ný liði gegn Frakklandi. Rússland, Austurriki, Bretland, Prússland, Frakkland, Spánn, Portú- gal og Svíþjóð lýstu hátiðlega yfir bannfæringu Napóleons sem þjóð- aróvinar og lýstu síðan yfir stuðn- ingi sínum við sameiginlegt átak til verndar heiminum gegn stríði og byltingu. Allar byssur Evrópu beindust að einu skotmarki, Og stjórnkænska hins franska stjórn- málamanns, Talleyrands, hafði tryggt það, að leiddi þetta til stríðs, myndi stríð þetta beinast gegn einum manni en ekki gegn afvegaleiddu ríki hans. Og' ríki hans sýndi vissulega öll merki þess, að það vildi gjarnan láta afvegaleiðast. Napóleon liélt áfram að þramma norður á bóginn og hafði nú 14.000 manna lið. Fyrstu vikuna á franskri jörð hafði ferð hans verið nokkurs konar grímudansleikur, þar sem hann lék sjálfan sig sem umferðarsöngv- ari með vafasömu fylgdarliði og lék ekki meira en svo sannfærandi leik. En allt frá því að hann náði norður til Grenohle, breyttist þessi skrúðganga í konunglega herför. í Lyons ók hann í blysför gegnum trfoðfull strætin, og fagn- aðarópin kváðu alls staðar við. Þ. 18. marz hafði hann þegar verið 17 daga á leiðinni, og dagar þeir, er á eftir fylgdu, virtust renna sam- an og verða eitt óslitið sigurhróp mannfjöldans. Þeir einkenndust af heimsóknum sendinefnda, fána- borgum, heiðursvörðum og keisara legum athöfnum, sem voru i cin- kennilegu ósamræmi við byltingar- kenndar yfirlýsingar hans. Hópur syngjandi þorpsbúa þrammaði við hliðina á vagni hans, og sveita- fólkið þyrptist alls staðar að þjóð- veginum til þess að bjóða hann velkominn, er þessi furðulega skrúðganga geystist áfram í átt til Parísar. Það var allt í uppnámi í höfuð- borginni. Fáránlegar hugmyndir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.