Úrval - 01.04.1965, Síða 95

Úrval - 01.04.1965, Síða 95
FJÓRIR GEGN ENGLANDSDANKA 93 bankastarfsmannanna slík, að því verður ekki með orðum lýst. Segja má, að þeir liafi verið gagnteknir hryllingi. Allir, ailt frá yfirbanka- stjóranum til lœgstsetta banka- mannsins, spurðu sjálfa sig: „Hvernig i ósköpunum gat þetta gerzt?“ MENNTUN FJÁRSVIKARA Ungi Bandaríkjamaðurinn, sem kallaði sig Frederiik Albert Warr- en og virtist koma til dyranna eins og hann var klæddur, var ekki þaul- vanur fjársvikari með mikla reynslu að baki. Hann var^aðcins 27 ára að aldri og var alls ekki á sakaskrá lögreglunnar, þótt hann hefði vissulega komið nálægt glæp- um fyrr. Hið raunverulega nafn hans var Austin Byron Bidwell, og hann vor sonur matvörukaup- manns í Suður-Brooklyn í New Yorkborg. Fyrsta starf hans hafði verið hjá heildverzlun, er verzlaði með sykur. Geysilegt fjör færðist i öll viðskipti í Bandaríkjunum á ár- unum eftir Þrælastríðið. New York var mikil uppgangsborg, og and- rúmsloftið þar verkaði örvandi á menn. Það var sem allir væru að keppast við að verða vellauðugir i einum hvelli, og Austin varð grip- inn þessu æði. Hann vildi komast áfram — strax. Sem starfsmaður þessarar heildverzlunar komst hann í snertingu við suma snjöllustu og hörðustu kaupsýslumennina og fjármálamennina í Wall Street, og hann setti vel á sig starfshætti þeirra í smáu og stóru. Síðan fór hann að vinna hjá annarri heildverzlun, og fékk hann þar 10 dollara á viku, sem þá voru góð laun. Þar kynntist hann öðr- um óþolinmóðum ungum manni, Ed Weeds að nafni. Ed stakk fljót- lega upp á því við hann, að þeir stofnuðu fyrirtæki í sameiningu. Faðir Eds var auðugur, og með hans hjálp stofnuðu þeir hluta- félagið E. Weeds & Co. Næstu ár voru mikil uppgripaár í Wall Strect. Hlutabréf stigu og stigu, ný fyrirtæki skutu upp kollinum hvert af öðru. Allt virtist ganga vel. Þeir verzluðu með alls konar hlutabréf og skuldabréf og höfðu nóg að gera og góðar tekjur. En þeir voru báðir miklir heims- menn og höfðu miklu meiri áhuga á önn næturinnar en hinna virku daga. Þeir sóttu leikhús, leituðu eftir kuningsskap við dansmeyjar, buðu þeim í dýrlega kvöldverði á fínustu veitingahúsunum, svo sem Delmonico, og lögðu hátt undir við lukkuhjólin og spilaborðin i spilavítunum. í stuttu máli sagt, þá vanræktu ungu kaupsýslumenn- irnir fyrirtæki sitt vegna eltingar- leiks sins við alls kyns lystisemdir. Þeir höfðu því aldrei næga peninga hversu háar sem tekjur þeirra voru. Gg svo fór að lokum, að fyrirtæki þeirra varð gjaldþrota og þeir töp- uðu öllu. Ed Weeds yfirgaf í flýti hið sökkvandi skip og sigldi til Evrópu. Á þessum erfiðu krossgötum lifs sins barst Austin Bidwell freistandi tilboð úr glæpaheiminum, en íbú- ar hans vógu og mátu hina von- lausu aðstöðu Bidwells réttilega. Þeir voru tíðir gestir við spilaborð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.