Úrval - 01.04.1965, Síða 100
98
ÚRVAL
dýran leikhúskíki. Hann gaf fyrir-
mæli um, aö á hann ætti að grafa:
„Til lafði Mary frá vini hennar,“
afhenti síSan 100 punda seðil til
greiðslu og sagðist ætla að koma
að sækja gripinn næsta dag. Með-
an á viðskiptunum stóð, hafði hann
gefið nánar gætur að gleraugnasal-
anum, og það var sem eitthvert
sjötta skilningarvit hvíslaði að
honum: „Nei, ekki þessi maður.“
Næst fór hann til heildsalans
og valdi sér þar rándýrt silkisjal
úr hvitu silki og' dýrindis værðar-
voð úr úlfaldahári. Hann rétti líka
fram 100 punda seðil til greiðslu
að þessu sinni, líkt og ekkert væri
eðlilegra en að borga með slíkri
mynt. Hann gaf einnig nánar gætur
að heildsalanum, svo að litið bar
á. Og eðlisávísun hans hvíslaði að
honum einu orði: „Nei.“
Að síðustu heimsótti Austin klæð-
skerameistarann Edward Hamilton
Green i nr. 35 við Savile Row.
Herra Green var mjög þekktur og
vel látinn klæðskeri, virðulegur í
fasi. Austin fann strax, að nú hafði
hann fundið sinn tilvonandi bjarg-
vætt. í fyrstu lét hann samt sem
hann tæki vart eftir hr. Green eða
þjónustuliprum aðstoðarmanni
hans, heldur horfði upp i efstu hill-
urnar og virti fyrir sér klæðis-
strangana, er þar gat að líta. Hann
tottaði geysistóran vindil og tók
nú að ganga hægt um gólf í verzl-
uninni og gaf aðstoðarmanninum
fyrirskipanir sinar: „Ein jakkaföt
úr þessu efni og önnur úr þessu
þarna, yfirfrakka úr þessu efni
þarna, og enn ein jakkaföt úr efn-
inu, sem er efst i þessari hillu.
Hann pantaði samtals 7 jakkaföt
og 2 yfirfrakka. „Sýnið mér nú
einhverja sloppa,“ sagði hann sið-
an.
Á sama augnabliki liafði hr.
Green sjálfur teygt höndina eftir
dýrasta sloppnum, sem til var í
verzluninni. Hann strauk efninu
blíðlega og sagði: „Þetta er lang-
fallegasti sloppurinn okkar, herra
minn. Hann kostar 20 guineur.“
„Ég tek hann, sagði Austin þá.
Austin talaði um komu sína til
Englands, á meðan klæðskerinn var
að taka mál af honum. Hann lýsti
yfir ánægju sinni vegna heimsókna
til Windsorkastala og annarra sögu-
staða. Hr Green tók brátt að geðj-
ast vel að þessum aðlaðandi, unga
Bandaríkjamanni (sem var aug-
sýnilega mjög auðugur). Síðan bað
hr. Green hann ósköp kurteislega
og líkt og með afsökunarbeiðni i
rómnum um meðmælendur, svo að
hann gæti opnað reikning lijá verzl-
uninni.
„Hvert er nafnið, herra?“ sagði
hann og rétti Austin undirskrifta-
bók sína.
Bandarikjamaðurinn tók bólcina
og skrifaði í hana: „Frederick Al-
bert Warren, Hótel Gullni Kross-
inn, Lundúnum.“
„Ég borga állt út í hönd, hr.
Green. Það er engin þörf á því
fyrir mig að opna reikning hérna,
þar eð ég er ekki búsettur hérna
til langframa." Þegar Austin yfir-
gaf verzlunina, tók hann sér leigu-
vagn og ók til Gullna Krossins. Þar
pantaði hann sér herbergi undir
sínu nýja nafni, ef ske kynni, að