Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 111
FJÓRIR GEGN ENGJ.ANDSRANKA
109
ar myndamót af ýmsum hliitum
víxileyðuhlaða, mót úr málmi,
gúmmíi og tré og jafnvel steinprent-
unarplötur. Hann vonaði, að Mac-
donnel gæti siðan skeytt þetta allt
saman, þar til komið væri fullkom-
ið víxileyðublað. Hann varð sér-
staklega ánægður, þegar liann fann
prentmyndasmið og tréskurðar-
meistara, James Dalton að nafni,
sem var heyrnarlaus og mállaus.
Dalton var mjög snjall í iðn sinni,
og George gat haft mikið gagn af
honum með því að skrifa fyrir-
mæli sin og leiðbeiningar ýtarlega
á blað.
En var Englandsbanki reiðuhú-
inn að taka við víxlum frá Warren?
Samkvæmt uppástungu Georges tók
Austin að sér þ. 29. nóvember að
komast að því. Hann keypti tvo
trausta víxla, er hljóðuðu á 500
sterlingspund hvor. Hið virta fyrir-
tæki Suse & Sihett í Lundúnum
var samþykkjandi víxlanna. Síðan
spurði Austin Francis ofursta,
hvort bankinn vildi kaupa vixla
þessa af sér.
„Ég mun hafa undir höndum
marga svipaða vixla viðvíkjandi
viðskiptum, er snerta Pullman-járn-
brautarvagnana, ofursti,“ hóf haun
máls. „En áður en ég samþykki
slíkan greiðslumáta, vildi ég gjarn-
an fá tryggingu yðar fyrir því, hvort
þér væruð reiðubúinn að kaupa
þá af mér á hinn venjulega hátt.“
Bankastjórinn sagði, að aðalbank-
inn í Threadneedlestræti yrði fyrst
að samþykkja kaup þessi. Að síð-
ustu bætti hann við: „En ef þér
vilduð gjöra svo vel að koma aftur
síðar í dag, lir Warren, er ég viss
um að hafa þá útvegað hina nauð-
synlegu staðfestingu fyrir yður.“
Jú, víxlarnir voru sannarlega
keyptir siðar þennan dag, en það
þýddi í raun og veru, að frá þeim
tírna varð Warren einn þeirra við-
skiptamanna bankans, er naut þess
trausts að geta selt víxla í bank-
anum eftir þörfum. Venjulega var
slíkt aðeins inögulegt fyrir við-
skiptavini í aðalbankanum í
Threadneedlestræti og aðeins þá
viðskiptavini, sem einhverjir af
bankastjórunum þekktu persónu-
lega og treystu skilyrðislaust. Aust-
in hafði þannig smogið inn um hjið-
ardyr. Hann hafði gert sér far um
að virðast einlægur og fremur fá-
vís um starfshætti bankans, og
þannig liafði lionum tekizt að fram-
kvæma liið ómögulega.
George var himinlifandi yfir vel-
gengni bróður síns og sendi Noyes
því eftirfarandi skeyti mánudag-
inn 2. desemher: KOMDU MIÐ-
VIKUDAG HAFSKIPI ÁKVEDIÐ.
Þetta veitti vesalings Edwin
Noyes aðeins tvo daga til þess að
búast til Evrópuferðar. En nú var
hinn þefvísi George kominn á spor-
ið. Hann fann þegar hlóðlyktina,
og hann var alveg ólmur í að kom-
ast að fórnarlambinu.
„GLEÐIIÆG JÓL, FRANCIS
OFURSTI!“
Þegar s/s Atlantic frá gufuskipa-
félaginu Hvíta stjarnan sigldi upp
að bryggju í Liverpool þ. 17. des-
ember, var Edwin Noyes meðal
farþega. Þeir George og Austin biðu
á járnbrautarstöðinni í Lundúnum
og óku Noyes á Grosvenor-gisti-